Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 129
/BRÉF TIL MÁLS OG MENNINGAR 191 varp sitt, Tímaritið. Þessi raust hefur áður sýnt það, að hún er sterk, en aldrei er meiri nauðsyn sterkrar raddar en nú. Þetta gerir Mál og menning mest og bezt með því að fylgja eftir sigri sínum í menningarbaráttunni. Því tókst virkilega að vekja þjóðina. Nú er verkefnið aS halda þjóðinni vakandi menningarlega, því að vakandi þjóð, þótt hún sé jafnvel sú minnsta í lieimi, er erfiðara að hlunnfara en sofandi. Vettvangurinn hlýtur fyrst og fremst að vera Tímaritið. Þess vegna langar mig enn, þótt ég sé orðinn óhæfilega langorður, að fara sérstaklega nokkrum orðum um Tímaritið, eins og ég myndi telja, að það leysti verkefni sitt betur af hendi en nú er. Tímaritið þarf umfram allt að koma oftar út. Jafnvel þótt árgangurinn yrði ekki miklum mun stærri en nú er að blaðsíðutali, væri betra að fá fleiri hefti en minni. Bezt væri vitaskuld, ef það gæti verið stærra — miklu stærra. Sennilega þýðir ekki að tala um mánaðarrit, en það þyrfti a. m. k. að koma út annan hvern mánuS, 6 hefti á ári, og umfram allt þyrfti það að koma reglulega út, reka á dyr þennan óskaplega óvana íslenzkra tímarita, sem aldrei koma út reglulega. Mér er ómögulegt að trúa því, að þetta síðasta væri ekki hægt, ef allir kraftar væru settir til. Með þessu tvennu, tíðari og reglubundnari útkomu, væri skapaður grundvöllur til þess, að Tímaritið gæti látið miklu meira til sín taka en áður, jafnvel fyrstu árin. Á þennan hátt gæti það og þyrfti að taka til meðferðar þau mál, sem efst eru á baugi í menningarpólitísku lífi þjóðarinnar á hverjum tíma. Menningargagnrýni á íslandi er og hefur verið alltof mikið í molum, dagblöðin eru það lítil, að stjórnmálaþrefið tekur mest af rúmi þeirra, enda mörg tæpast haldgóðir leiðbeinendur í menningarmálum hvort eð væri. Menningargagnrýni okkar hefur hingað til einskorðazt að verulegu leyti við bókmenntir, en í mörgum öðrum greinum er hennar full þörf. Þó hefur ekki einu sinni bókmenntagagnrýni tímaritanna komið að fullum notum vegna óreglulegrar og of fátíðrar útkomu þeirra. Það er nauðsynlegt — eða a. m. k. æskilegast — að fá hana sem fyrst eftir útkomu bókanna, á þann hátt verður almenningi mest stoð í henni. Bók- menntunum þarf vitaskuld að ætla mikið rúm í Tímaritinu. Þá þyrfti einnig að birta gagnrýni og yfirlitsgreinar um tón- og málaralist. Og eitt er enn, sem ekki er það þýðingarminnsta: Kvikmyndir hafa hingaðtil verið slík hornreka hjá íslenzkri gagnrýni, að engu líkist, og má nú við svo búið alls ekki lengur standa. Kvikmyndalistin er kannski öllum öðrum fremur list vorra tíma, og á bíóin sækir bæjafólk ódýrustu og flestu skemmtanir sínar. En vegna þess, að tekizt hefur að binda mikinn iðnað við þessa listagrein, hafa gróðamöguleikar reynzt meiri í henni en nokkurri annarri, og hún því verið dregin meira niður í svaðið en allar hinar til samans. Af þessum sökum er kannski hvergi meiri þörf ákveðinnar og vandaðrar gagnrýni — og uppfræðslu — en í þessari listagrein. Ef Tímarit Máls og menningar gæti komið út reglulega annan Iivern mánuð, mætti það ekki með neinu móti láta undir höfuð leggjast að fá trausta menn til að gefa greinargott yfirlit yfir og umsagnir um þær kvikmyndir, sem á ferðinni eru á hverjum tíma; slátra miskunnarlaust ruslinu og skýrgreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.