Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 76
234
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kúrulegan heimóttarskap og hversdagslega samúð með sveitunganum,
sem missir þarfanautið sitt. Þetta var einmitt eitt höfuðgildi hinnar ár-
legu og daglegu harmsögu þjóðarinnar, þegar inn í hana spunnust
þræðir annarlegs eðlis, svo að yfir djúpum lífsharmsins blikuðu leiftur
saklausrar kímni. Þær sjaldgæfu sýnir hafa sennilega komizt næst því
að vera fyrri öldum sama hjálpræðið og fyrstu heiðu sólskinsblettirnir
urðu kynslóð öndverðrar 19. aldar.
3
Það er ekki einskis vert að gera sér ljóst, hve ríkur þáttur þessi
harmkímni hefur verið í skapgerð þjóðarinnar og hve mikla þýðingu
hún hefur haft í baráttu hennar fyrir andlegri reisn sinni. Og hitt er
ekki síður nokkurs vert að gera sér grein fyrir því, að harmkímnin
stendur djúpum rótum í sál hennar enn í dag. Nýlegir atburðir í sögu
hennar sýna það greinilega. Sumum mun þykja fullsnemmt að fella
dóm um viðbragð íslenzku þjóðarinnar gagnvart gerræði Alþingis og
íslenzkra stjórnarvalda síðastliðinn vetur og jafnvel fjarri sanni, að
hægt sé í því sambandi að ræða um afstöðu þjóðarinnar sem afmarkað
hugtak. En þetta er hinn mesti misskilningur. Við megum aldrei láta
ytra borð augnabliksviðbragða rugla okkur í dómum um hina raun-
verulegu hræringu, þótt öldur þær, er sú hræring veldur, velti ein í
aðra áttina en önnur í hina og eina fexi í topp, en önnur velti þung-
hverf, svo að nærri nálgast sléttan flöt, ef sjónarsviðið er nægilega
þröngt. Það voru ekki allir íslendingar, sem fylgdu Jóni Sigurðssyni
að málum á þeirri tíð, svo og svo margir kjósendur greiddu atkvæði
þeim fulltrúum, sem stóðu gegn honum í baráttu hans. En það væri
hrein fölsun á sögunni, ef öðru væri haldið fram en að þjóðin hefði
staðið með Jóni Sigurðssyni. Atkvæðatölur upp úr kössum eða já og
nei í heyranda hljóði er enginn öruggur úrskurður um vilja þjóðar.
Staða þjóðarinnar með Jóni Sigurðssyni ákvarðaðist af því, að hann
barðist fyrir því að gera drauma hennar að veruleika. Hinn raunveru-
legi vilji okkar birtist ekki alltaf í því, sem við segjum, hann birtist
heldur ekki ætíð í þeim hugmyndum, sem ofan á fljóta í heimi vitund-
arinnar. Hann hvílir í frumhvötum lífs okkar og möguleikum þess að
fullnægja þeim. Ef við ættum ekki að geta talað um afstöðu íslenzku
þjóðarinnar til ofursölu ríkisins í hernaðarbandalag við Bandaríkin