Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Blaðsíða 102
308 áhrif kvæðanna um sál manns dögum saman, jafnvel án vitundar og vilja þess, sem kvæði'ð nam. Hið hefðbundna Ijóð- form hefur engu týnt af orku sinni, þótt skáldin týni. * Tilefni þessarar greinar er ljóðabók, sem ég las fyrir síðustu jól og skilur því meira eftir í huganum sem ég opna hana oftar. Af því ræð ég, að hún muni lifa, og vil lýsa henni. Það eru ljóðin Af heiðar- brún eftir Heiðrek Guðmundsson. Pálmi H. Jónsson, Ak. 1950. Unglingskvæði Heiðreks eru í kverinu Arfur öreigans, sem kom út fyrir nokkr- um árum (Helgafell). Hér er hann full- þroska að árum og skapgerð, ræður við flest viðfangsefni sín og er kröfuharður við sjálfan sig í list. Hann á sín takmörk, en innan þeirra er maðurinn svo heil- steyptur og vel að sér ger, að ekki veit ég líklegri skáld meðal jafnaldra hans til að skila þjóðinni sígildum kvæðum. Fyrsta einkenni bókarinnar er rímlist, sem styrkir hverja hugsun hans. Frá mæltu máli er víða sveigt og tíðast vilj- andi, það er stíll Heiðreks, en fymska og tilgerð eru hvergi. Mál og form er blátt áfram og lýtalaust. Og það er fjöl- breytt. Um hið fastorða tungutak rímsins finnst mér óhætt að segja, að Heiðrekur sé þar meðal snjöllustu skálda og skort- ir ekki hugkvæmni innan hins hefð- bundna forms. Hnitmiðun ferskeyttra hátta við örðugt efni er honum léttur leikur, og sonnetta fer honum vel. Með lausu og litlu endarími kveður hann um krakkaærsl (Gamalt œvintýri um ris- ann), en Ljóðabréf í gömlum stfl, til bróður síns, gerir hann í gamni að lista- TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR verki orðavals, ríms og hrynjandi. Eins veit hann, að Helgu í öskustónni hæfðu hin fegurstu klæði, og kvæðið um hana fær þau. Kvæðið Galdra-Loftur fylgir fast þjóð- sögunni og er tilþrifamikið. Engin setn- ing er óþörf né missir marks, og kraftur lýsingarinnar er stórkostlegur, allt frá upphafi, þar sem Loftur bölvar hátt, þegar skór hans skriplar á leið út í kirkju til særinganna, og þangað til loppa djöfuls læsir í bátinn gulum klóm. Ekkert er milduð mynd hins fordæmda í sögulok fremur en í sögninni. fsköld ró draugsins, Gottskálks grimma, tryllir Loft, sem sér hann rétta að sér Rauð- skinnu: Gengur í sveit með gráum púkum, glottir kalt og napurt hlær —: „Vel er sungið, sonur kær“. Galdraskinnu krepptum kjúkum kreistir í sinaberum lúkum, arma teygir nær og nær. Loftur hamast. Hug sinn knýr hann. Hriktir í trjám og skjálfa bönd. Fram hann réttir hægri hönd. Faðirvori á fjandann snýr hann. Froðu gegnum vitin spýr hann. Kirkjugólfið rís á rönd. En þegar Hólakirkja tekur að sökkva, eins og Gottskálk ætlast til, heyrast klukkur, svo að heimur særinganna verður á augabragði að engu: Þá er knúinn klukkustrengur, klökkur tónn um loftið fer. Hverfur í djúpið draugaher. Loftur burt frá grátum gengur göldrum rúinn, slyppifengur. Bleikur eins og bast hann er. Sagnaskáld (epísk) þurfa takmarka- lausa orðgnótt og vald yfir myndum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.