Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Page 51
SIGURD HOEL : Stjarnan Nóttin var niðdimm. Lágt á austurlofti mátti eygja daufan bjarma, þar sem tunglið var falið bak við skýjaþykkni. Hvergi sást stjarna. Lág- skýjað var og gekk á með úrsvölum regnhryðjum. Dálítill hópur ferðamanna mjakaðist hægt eftir veginum. í farar- broddi voru þrír menn. Spölkorn að baki þeim komu aðrir þrír og teymdi hver sína ösnu undir þungum klyfjum. Það skvampaði í forinni á veginum undan fótum asna og manna. Mennirnir þrír í fararbroddi skiptust einstöku sinnum á nokkrum orðum. A málrómi þeirar mátti heyra, að þeir höfðu gengið lengi og voru orðnir þreyttir. Einn þeirra sagði: — Hann er alltaf að verða lágskýjaðri og þungbúnari. Það rignir sjálfsagt i alla nótt. Enga stjörnu að sjá. Við ættum að setjast að. Eftir nokkra þögn svaraði annar hinna: — Mér sýnist bjarminn af tunglinu vera heldur að aukast. Svo getur farið, að hann heiði af sér. Og það er illskárra að vera á ferli en að setj- ast að hérna í rigningunni. Svo héldu þeir áfram þegjandi. Úr fjarska barst veikur bj ölluhlj ómur frá nautpeningi, sem lá úti. Við og við eygðu þeir í fjarlægð dauft skin af varðeldum fjárhirða. Leið þeirra hafði legið um óbyggðar sléttur, en að lokum beygði hún inn á milli raða lágra húsa, og brátt voru þeir staddir á torginu í litlum bæ. Ferðalangarnir námu staðar og lituðust um. Hvergi var ljósglætu að sjá. Það var víst liðið langt á nótt. En að eyr- um þeirra barst mannamál eigi allfjarri. Þeir gengu á hljóðið og komu inn í þröngt húsasund, þar sem þeir eygðu rauðleitan ljósbjarma frá opnum dyrum. Þangað héldu þeir. Tímarit Máls og menningar, 2. h. 1954 11

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.