Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 8
J ONAS ARNASON Ef börn væm að leika sér ... Rœða jlutt á jundi hernámsandstœðinga í Gamla bíói 8. desember 1957 Fyrir nokkrum árum sá ég frétta- kvikmynd frá einni þessara til- rauna sem þeir eru svo oft að gera með kjarnorkusprengjur þarna vestur í eyðimörkum Nevada. Þeir voru að athuga hvaða áhrif sprengingin mundi hafa á manneskjur sem kynnu að vera staddar í nánd við hana. I mílu fjarlægð frá þeim stað þar sem sprengjan átti að springa, höfðu þeir komið fyrir brúðum á svolitlum leik- velli. Þessar brúður voru á stærð við lítil börn með skær og glaðleg augu og spékoppa í kinnum. Ahorfendum var sagt að þær væru gerðar úr efni sem bregðast mundi við miklum hita mjög á svipaðan hátt og hold rnanna. Eg man sérstaklega eftir tveim gló- kollum, dreng og telpu, sem sátu hlið við hlið í sandkassa með litla skóflu- spaða í höndunum, eins og þau væru að byggja sér hús úr sandinum. Síðan sprakk sprengjan. Á eftir var manni sýnt í sandkassann. Þá höfðu börnin tvö að mestu grafizt í sandinn, en inaður sá þó höfuð þeirra. Ljósa hár- ið var horfið, og það höfðu sviðnað af þeim andlitin. Niðurstaða rannsóknarinnar var sem sé þessi: Ef kjarnorkusprengju af þessari tilteknu stærð yrði varpað, t. d. yfir New York, eða London, eða Moskvu, og lítil börn væru að leika sér í mílu fjarlægð frá þeim stað þar sem sprengjan spryngi, þá mundu sviðna af þeim andlitin. Þó gæti hugs- azt að röðin kæmi að einhverjum öðr- um stöðum fyrr en þeim sem ég nú nefndi, til dæmis einhverri þýðingar- mikilli herstöð, til dæmis Keflavíkur- flugvelli; niðurstaðan yrði þó enn hin sama: ef lítil börn væru að leika sér í mílu fjarlægð frá þeim stað þar sem sprengjan spryngi, til dæmis á hinum ágæta leikvelli í Njarðvík, þá mundu sviðna af þeim andlitin. Og það mætti færa dæmið ennþá nær, ef einhver hefði enn ekki látið sér skiljast hvað það táknar. Við gætum til dæmis hugsað okkur að slíkri sprengju vrði varpað á Reykjavíkurhöfn, og börn væru að leik í sandkassa hér suður á 198
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.