Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fara að skrifa um þá fyrirburði,
drauga og álfa, er orðið hafi á vegi
fóstra hans Páls Vídalíns, hvað þá um
hneykslissögurnar af Oddi lögmanni
— og getur samt ekki orða bundizt.
Og mun ég heldur ekki með öllu geta
stillt mig.
En ævi dr. Jakobs hefur verið ærið
viðburðarík. Hann hefur setið í
saggafullum dönskum kjallara og
reykt þar pípu með prófessor Blinken-
berg og búið grískar áletranir þar til
prenlunar. Hann hefur troðið latínu
í menntaskólanemendur danska með
nokkrum árangri. Hann hefur verið
ritari Hins íslenzka fræðafélags,
styrkþegi Arnasafns, bókavörður yið
Háskólabókasafnið í Kaupmannahöfn
og ritstjóri Fróns, alla tíð meðan það
ágæta tímarit kom út.
Hann er í stjórn Máls og menning-
ar, hefur verið formaður Útvarps-
ráðs, er í Vísindafélagi Islendinga og
í stjórn Rínmafélagsins. Og loks hefur
hann verið ritstjóri íslenzku orðabók-
arinnar um áratugsskeið; — og er
nú fátt eitt talið.
Jakob Benediktsson hefur ritað
margt — og fleira miklu en hér verði
rakið. Hann hefur sarnið formála að
og gefið út Veraldarsögu þá, er nær
frá sköpun heims og fram á stjórnar-
ár Friðriks Barbarossa og talið er að
samin sé á íslandi í kringum 1200.
Hann hefur gefið út Hákonarsögu
Ivarssonar, Tvær 17. aldar ritgerðir
um Island eftir þá biskupana Þorlák
Skúlason og Brynjólf Sveinsson. Þá
hefur hann og séð um útgáfu á öllum
ritum Arngríms lærða í þremur bind-
um og samið að þeim stórt inngangs-
og skýringa-bindi, það er hann hlaut
doktorsnafnbótina fyrir. Hann hefur
annazt útgáfu á Skarðsbók (Jóns-
bókarhandriti því, er kom út sem 16.
bindi í Corpus codicum Islandicorum
medii aevi) og gert formála að. Hann
hefur gefið út Deilurit Guðmundar
Andréssonar, Persíusrímur og Bell-
erofontesrímur, Bréfaviðskipti Ole
Worms við íslendinga og Ferðasögu
Tómasar Sæmundssonar. Hann hefur
ritað um heimildir að Islandslýsingu
Resens og skrifað Þætti úr stjórnar-
skrárbaráttu íslendinga 1348—1918
— og starfar nú að því að gefa út
Landnámuhandrit Björns á Skarðsá.
En Jakob Benediktsson hefur einn-
ig látið íslenzkar nútímabókmenntir
til sín taka. Auk fjölmargra ritdóma
og ritsmíða um menningarmál í ýms-
um tímaritum hefur hann samið stutl
yfirlit um íslenzkar bókmenntir frá
1918 til 1939, og birtist það í Evropas
literaturhistoria, sem Lundkvist var
ritstjóri að. Þá hefur hann þýtt önd-
vegisleikrit erlend á íslenzka tungu,
og má nefna þar m. a. Deigluna eftir
Arthur Miller. Hitt er þó mest um
vert, að hann hefur snúið á dönsku
helztu ritum H. K. Laxness og með
slíkum ágætum, að það eitt mundi
nægja honum til bókmenntalegs lang-
lífis.
208