Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fara að skrifa um þá fyrirburði, drauga og álfa, er orðið hafi á vegi fóstra hans Páls Vídalíns, hvað þá um hneykslissögurnar af Oddi lögmanni — og getur samt ekki orða bundizt. Og mun ég heldur ekki með öllu geta stillt mig. En ævi dr. Jakobs hefur verið ærið viðburðarík. Hann hefur setið í saggafullum dönskum kjallara og reykt þar pípu með prófessor Blinken- berg og búið grískar áletranir þar til prenlunar. Hann hefur troðið latínu í menntaskólanemendur danska með nokkrum árangri. Hann hefur verið ritari Hins íslenzka fræðafélags, styrkþegi Arnasafns, bókavörður yið Háskólabókasafnið í Kaupmannahöfn og ritstjóri Fróns, alla tíð meðan það ágæta tímarit kom út. Hann er í stjórn Máls og menning- ar, hefur verið formaður Útvarps- ráðs, er í Vísindafélagi Islendinga og í stjórn Rínmafélagsins. Og loks hefur hann verið ritstjóri íslenzku orðabók- arinnar um áratugsskeið; — og er nú fátt eitt talið. Jakob Benediktsson hefur ritað margt — og fleira miklu en hér verði rakið. Hann hefur sarnið formála að og gefið út Veraldarsögu þá, er nær frá sköpun heims og fram á stjórnar- ár Friðriks Barbarossa og talið er að samin sé á íslandi í kringum 1200. Hann hefur gefið út Hákonarsögu Ivarssonar, Tvær 17. aldar ritgerðir um Island eftir þá biskupana Þorlák Skúlason og Brynjólf Sveinsson. Þá hefur hann og séð um útgáfu á öllum ritum Arngríms lærða í þremur bind- um og samið að þeim stórt inngangs- og skýringa-bindi, það er hann hlaut doktorsnafnbótina fyrir. Hann hefur annazt útgáfu á Skarðsbók (Jóns- bókarhandriti því, er kom út sem 16. bindi í Corpus codicum Islandicorum medii aevi) og gert formála að. Hann hefur gefið út Deilurit Guðmundar Andréssonar, Persíusrímur og Bell- erofontesrímur, Bréfaviðskipti Ole Worms við íslendinga og Ferðasögu Tómasar Sæmundssonar. Hann hefur ritað um heimildir að Islandslýsingu Resens og skrifað Þætti úr stjórnar- skrárbaráttu íslendinga 1348—1918 — og starfar nú að því að gefa út Landnámuhandrit Björns á Skarðsá. En Jakob Benediktsson hefur einn- ig látið íslenzkar nútímabókmenntir til sín taka. Auk fjölmargra ritdóma og ritsmíða um menningarmál í ýms- um tímaritum hefur hann samið stutl yfirlit um íslenzkar bókmenntir frá 1918 til 1939, og birtist það í Evropas literaturhistoria, sem Lundkvist var ritstjóri að. Þá hefur hann þýtt önd- vegisleikrit erlend á íslenzka tungu, og má nefna þar m. a. Deigluna eftir Arthur Miller. Hitt er þó mest um vert, að hann hefur snúið á dönsku helztu ritum H. K. Laxness og með slíkum ágætum, að það eitt mundi nægja honum til bókmenntalegs lang- lífis. 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.