Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 23
AMERISKIR ENDURFUNDIR
hneigíngu undirkontórista og frí-
merkjasleikjara til að leika Cæsar
þegar þeir eru komnir út yfir þrösk-
uldinn í þrældómshúsinu. Vestislaus
maður með hendina í buxnavasanum,
bögglaðan hatt og hálftugginn vindil
í munnvikinu, dálítið þjakaður af
önnum, jafnvel ekki laus við að vera
útþrælkaður á svipinn, og oft í meira
lagi hirðulaus í tali og hátterni, er lík-
legri til þess að vera aðalforstjóri í
margföldu stóriðjufyrirtæki eða
bánkasamsteypu en virðulegur stór-
borgari af því tagi, sem sjá má spóka
sig með hátíðlegu látbragði og tignar-
svip á borgargötum Evrópu. Eftilvill
liggur þetta ekki sízt í því að í Amer-
íku er ekki til sérstakur klæðaburður
fyrir heldri borgara, heldur gánga all-
ir jafnt í búðarfötum. Gerð þessa
klæðnaðar er söm handa verkamanni
og miljónamæríngi. Það er líka mjög
sjaldgæft að hitta fyrir verkamann í
Ameríku, sem setji upp umkomu-
leysissvip eða ólundar af því honum
finnist hann standa lágt í þjóðfélags-
stiganum. Konur vel stæðra manna
eru eftilvill sú stétt Bandaríkjanna
sem ekki er of önnum kafin að vinna
fyrir sér, þær láta oft mikið á sér bera
á almannafæri, eru mentaðar á sinn
hátt og mikill frumhreyfill samkvæm-
islífsins. Evrópumönnum þykir und-
arlegt að þessar heldrikonur eru líka
vanalega klæddar í búðarflíkur sem
fara misjafnlega vel og ekki væri lík-
legt að evrópiskar stéttarsystur þeirra
mundu kunna við. En þó þessar konur
séu ekki alténd bundnar við áþreifan-
leg störf, þá eru þær oft einkennilega
þreytulegar og teknar, einsog þær
nytu oflítillar hvíldar, sjaldan eða
aldrei sællegar í framan, hendurnar á
þeim eru oft þreytulegar og ellilegar
þó þær séu tiltölulega úngar, þær eru
oft í vaxtarlagi líkar fátækum konum
sem leggja hart að sér við vinnu. Ætli
það sé óróinn og erillinn í lífsháttum
sem þessu veldur? Sé gerður saman-
burður á kvenmönnum í Ameríku og
Sovétrússlandi, þá er það undarlegt í
landi einsog hinu síðarnefnda, þar
sem alt kvenfólk leggur meira eða
minna hart að sér við vinnu, jafnvel
erfiðisvinnu, þá eru konur þar miklu
sællegri í útliti, holdafari og fóta-
burði en amrískar konur sem lifa við
hóglífi.
Þegar ég dvaldist hér áður fyr, var
aðalmismunur á lífskjörum manna
milli þeirra sem voru atvinnulausir og
afgángsins af þjóðinni. Á tímabili
voru miljónir atvinnulausra manna í
þessu alsnægtalandi. Þessi ógurlegi
mannfjöldi, sem hafði varla til hnífs
og skeiðar af því einginn vildi nýta
vinnuafl hans, skapaði hér óviðun-
andi ástand og gerði þjóðfélagsmálin
að höfuðvandamáli. Þetta var líka á
dögum hinnar þjóðfélagslegu skáld-
sögu í Bandaríkjunum. Ástandið
gerði alla hugsandi menn að ein-
hverju leyti róttæka í þjóðfélagsmál-
um í þá daga. Þjóðfélagslegum um-
213