Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 25
AMERISKIR ENDURFUNDIR
þessi heimboð vegna góðgerðanna.
Kokkteilpartí þykir ruddalegt ef
mönnum eru boðnir meira en tveir
kokkteilar. Sá maður kann ekki að
vera í amerísku kokkteilpartíi, og
misskilur tilgáng þess, sem kemur
þángað lil að éta og drekka, einsog
sumir skandínavar halda að þeir eigi
að gera í boðum af þessu tagi, enda
hlýtur hann að fara vonsvikinn heim.
Hitt er nauðsynlegra að reyna að
komast yfir að taka í höndina á sem
flestum, segja nokkur vel valin orð
við einn og sérhvern, og láta í ljósi
gleði sína yfir því að eiga þess kost
að heilsa uppá einmitt þann mann sem
maður ræðir við í svipinn. Þeir sem
kunna sig í sanrkvæmum af þessu tagi
kappkosta að segja eitthvað fyndið og
glaðlegt við alla, sæta lagi að segja í
fljótheitum stutta skemtisögu, óska
manni til hamíngju með sællegt útlit
hans eða dást að einhverju þokkalegu
klæðisplaggi sem hann hefur utaná
sér, ellegar skartgrip; eða læða að
honum notalegri athugasemd um að
þeir hafi tekið eftir einhverju lofs-
verðu verki sem hann hafi unnið ný-
lega, eða orði sem hann hafi sagt á
réttum stað; ellegar hera í mál sams-
konar þægilegar athugasemdir um
frændur og vini viðræðanda síns.
Svona líða menn frá einum til annars
með áframhaldandi þægilegheitum
um stund. Aldrei er boðið sæti í svona
veislum, enda mannþraung oft svo
mikil að menn verða að standa þétt
með glösin í hendinni og æpa hástöf-
um hver uppí annan til að láta heyra
til sín. En það er ekki aðeins skylda
manns í Ameríku, heldur eiginleiki
sérhvers góðs ameríkumanns, að
gleyma aldrei manni sem hann hefur
verið kyntur, þó ekki væri nema i
snöggum svip í skyndiboði af þessu
tagi, heldur ávarpa hann sem gamlan
góðkunníngja þegar þeir hittast næst,
þó það sé ekki fyren 10—20 árum síð-
ar, í öðru skyndiboði. Góður anrer-
íkumaður talar og hugsar til þess
manns, sem hann hefur hitt þannig,
einsog um góðkunníngja væri að
ræða uppfrá þessu og lætur sér ekki
úr greipum gánga tækifæri til þess að
gera þessum manni greiða eða vera
honum innan handar jafnan síðar, ef
svo ber undir; ellegar að hinu leyt-
inu, telur sig eiga aðgáng að slíkum
manni, að leita til hans um framgáng
máls þar sem þessi lauslegi kunníngi
er líklegur til að geta beitt áhrifum.
Greiðvikni, bónþægni, örlæti og
hjálpsemi í ýmsum myndum er ein af
grundvallarstoðum þjóðfélags í
Ameríku. Það er eitt fyrir sig merki-
legt að menníngarstarfsemi þjóðfé-
lagsins, meðal annars háskólum og
vísindastofnunum, er haldið uppi á
grundvelli persónulegs örlætis og
greiðasemi ríkra einstaklínga; það
sem í öðrum löndum heyrir undir
opinbera lögskipaða starfsemi ríkis-
ins, svo sem skólar, spítalar og margt
af því sem við köllum félagslegar
215