Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 33
NYR HEIMUR I SKOPUN ismans haldið heltaki um allar þjóðir allt fram á þennan dag. Framfarir hefðu orðið minni. Sam- keppnin við hina hröðu framvindu í Sovétlýðveldunum hefur ýtt undir tækniþróun og framleiðsluafköst í auðvaldsríkjunum. Áætlunarbúskap- urinn, sem Rússar tóku upp fyrstir manna, hefur nokkuð rutt sér til rúms í auðvaldsheiminum og hefur einnig stutt þar að eflingu framfara. Þetta hvortveggja hefur aftur bætt kjör al- mennings í auðvaldslöndunum. Sumir hafa haldið því fram að meiri friður hefði haldizt þjóða milli, ef hylting hefði ekki orðið í Rúss- landi. Hvernig var þá ástatt með frið- inn í heimi auðvaldsins næstu fjöru- tíu árin á undan byltingunni? Árin 1877 til 1878 er stríð milli Rússa og Tyrkja. Árið 1876 er stríð milli Tyrkja annars vegar og Serba og Svartfell- inga hins vegar. Árið 1881 ráðast Frakkar með her inn í Túnis og neyða þjóðhöfðingj- ann til að viðurkenna vald Frakk- lands yfir landinu. Árið 1881 leiðir Mahdi-hreyfingin í Súdan til stríðs milli Súdanbúa ann- ars vegar og Englendinga og Frakka hins vegar, og þeir kæfa hreyfinguna í blóði. Árin 1885 til 1886 er stríð milli Búlgara og Serba. Árin 1894 til 1895 er stríð milli Japana og Kínverja. Árið 1896 fara ítalir í stríð við Abessíníu. Árið 1898 heyja Bandaríkjamenn stríð við Spánverja. Árin 1899 til 1902 stendur stríðið milli Englendinga og Búa. Árin 1904 til 1905 er stríð milli Japana og Rússa. Árin 1911 til 1912 er stríð milli Tyrkja og Itala. Árin 1912 til 1913 er stríð milli Tyrkja annars vegar og Svartfellinga, Serba, Búlgara og Grikkja hins vegar. Það endaði svo með styrjöld milli Balkanþjóðanna innbyrðis. Og 1914 skellur á heimsstyrjöldin fyrri. Þetta eru 13 stríð á 40 árum, öll pólitískrar þýðingar. Auk þess var svo og svo mikið af minni átökum. Sósíalisminn fordæmir þessa villi- mennsku, og þau lönd, sem liafa kom- ið honum á í samfélagsháttum, hafa gengið í fararbroddi í boðun frið- samlegrar sambúðar þjóðanna. Þjóð- skipulag sósíalismans er í innsta eðli sínu vaxið upp úr þeirri siðgæðisvit- und mannsins, að öllum mönnum beri sami réttur til að njóta gæða lífsins og sama aðstaða til að ávaxta hæfi- leika sína. J^etta er hræðralagshug- sjónin og kjarni hins samvirka þjóð- skipulags. I^etla var orðað svo í frönsku byltingunni: frelsi, jafnrétti og bræðralag. Og þetta var kjarni þeirrar kenningar, sem Kristur flutti mannkyninu. 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.