Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Það er hægur vandi að benda á
það, að í uppbyggingu sósíalismans
hefur ýmislegt farið fram, sem ekki
samrýmist bræðralagshugsj óninni.
En hún er engu að síður sú megin-
lína, sem samvirku þjóðfélögin stýra
eftir.
Það er líka vandalaust að sýna
fram á, að í uppbyggingu kristin-
dómsins fór harla litið fyrir bræðra-
lagsandanum, þó að kjarni kenning-
arinnar væri bræðralag. Víðast hvar
var lionum þröngvað upp á þjóðirnar
með vopnuðu ofbeldi, manndrápum,
brennum og pyndingum, og í hans
nafni voru síðar framdir einhverjir
verstu glæpir, sem sögur hafa farið af.
Það er talið að í þágu Guðs kristni
hafi 40 til 50 miljónir manna verið
teknar af lífi. En hver er sá, sem aft-
ur vill taka upp heiðinn sið með hans
ruddalegu blóðfórnum og siðgæðis-
kenningunni: auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn, vegna þess að kristin-
dómurinn hefur ekki náð markinu.
Honum hefur unnizt nokkuð á til
betrumbóta, þó að hann hafi ekki
borið gæfu til að gróðursetja
bræðralag á jörð.
Kristindómurinn náði ekki mark-
inu, sakir þess að honum yfirsást að
berjast fyrir kristnu þjóðskipulagi,
samvirku þjóðskipulagi. Þjóðskipu-
lag kristinna manna var heiðið eftir
tilkomu lians sein áður. Það hélt
áfram að vera sundurvirkt þjóðskipu-
lag, þjóðskipulag samkeppni, arðráns
og yfirgangs. Þessi máttarvöld náðu
yfirráðum yfir kirkju og kristindómi
og gerðu þau að þjónum sínum í friði
og stríði.
Kapítalisminn hefur nú í fjóra ára-
tugi beitt öllum hugsanlegum brögð-
um til þess að leggja að velli þjóð-
skipulag sósíalismans í Sovétlýðveld-
unum. Hann hefur teflt fram öllum
sínum áróðurstækjum, útvarþi, blöð-
um og bókum, til að dæla yfir heim-
inn látlausum austri af mistúlkun
staðreynda þar eystra, fölsuðum
fréttaflutningi, uppspunnum lygum
og mannhatursáróðri og sigað á þau
mesta og versta morðveldi allra alda.
En Sovétlýðveldin hafa staðið þetta
allt af sér í krafti þess, að þar hefur
ekki ríkt sundurvirkt, heldur samvirkt
þjóðskipulag.
Eins og nú er komið þróun mála
þar austantjalds er Jiað orðið gersam-
lega vonlaust erfiði að ætla sér að
hefta sigurför sósíalismans um heim-
inn, nema menn séu staðráðnir í að
tortíma mannkyninu. Yfirburðir sós-
íalismans í skipulagningu, afköstum
og móralskri reisn, eru þvílíkir, að þá
fær ekkert auðvaldsskipulag staðizt til
langframa, og því lengra sem sósíal-
isminn sækir fram, Jiví naktara verð-
ur það, hvað auðvaldsfyrirkomulagið
er orðið frumstætt, spillt og rotið.
Þetta hefur þegar opnað augu fjölda
manns í auðvaldslöndunum, og sósí-
alismi í einhverri mynd fær þar sívax-
andi hljómgrunn. Rússlandsníðið er
224