Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 35
NÝR HEIMUR í SKÖPUN
farið að verka eins og að heyra rakka
geyja upp í tunglið.
Við íslendingar höfum sérstaka
ástæðu til að fagna rússnesku bylting-
unni og framgangi sósíalismans. Við
erum ein af smæstu þjóðum heims og
eigum allt okkar undir því, að öld
hnefaréttarins linni. Forfeður okkar
yfirgáfu lönd sín og óðul og settust að
í þessu óbyggða og hretviðrasama
landi, af því að þeim hraus hugur við
að búa undir kúgunarvaldi stéttaþjóð-
félagsins, sem þá var í uppsiglingu í
Noregi. Hugsjón þeirra var sú að
stofnsetja hér þjóðfélag frjálsra,
vinnandi manna, án kúgandi ríkis-
valds. Þessi hugsjón var náskyld hug-
sjón sósíalismans um afnám stétta-
kúgunar, þó að forfeður okkar skorti
kunnáttu og bolmagn til að koma
henni í framkvæmd. En hugsjónin
hefur alltaf lifað í innsta eðli þjóðar-
innar, og hér á landi hefur stéttamun-
ur verið miklu minni en í öðrum auð-
valdslöndum.
Þegar við lítum fram á veginn, þá
er mjög vandséð, hvernig við getum
hugsað okkur að íslenzka þjóðin fái
átt farsællega framtíð, öðruvísi en
hugsjónin um jafnrétti manna og
þjóða, hugsjónin, sem var hreyfiafl
rússnesku byltingarinnar, verði að
veruleika.
TÍMAKIT MÁLS OC MENNINGAR
225
15