Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
var, að hann læsi þjóðhagsfræði, og
var komið fyrir á heimili afa síns, Ole
Bangs læknis, sem var efnaður mað-
ur. Engan sérstakan áhuga sýndi hann
á náminu. Hinsvegar einbeitti hann
óstjórnlegu tápi sínu, er var eitt hekta
skapgerðareinkenni hans (þýzki rit-
handarfræðingurinn Langenbruch
kvaðst ekki hafa séð tápmeiri rithönd
en rithönd Bangs, frá því Napóleon
leið), til undirbúnings viðtöku í Kon-
unglega leikhúsið. Þó fór svo, að sú
tilraun misheppnaðist, þareð hæfi-
leikar hans til að tjá leikræna skynj-
un sína í lifandi verum hrukku ekki
til. Styrktarstoð hans féll frá, árið
1877, og sneri þá Herman Bang baki
við námi fyrir fullt og allt, en fram-
fleytti sér með blaðamennsku og öðr-
um ritstörfum.
Herman Bang, sem átti eftir að
verða einkennandi fulltrúi náttúru-
stefnunnar í Danmörku, sneri sér á
námsárunum allmjög að Frakklandi,
sem og eðlilegt var, því þar hafði ein-
mitt verið á döfinni gagnger endur-
nýjung innan bókmenntanna. í rit-
gerðasafninu „Realisme og Realist-
er“, er hann sendi frá sér árið 1879,
aðeins tuttugu og tveggja ára gamall,
leggur hann fram hrífandi skilgrein-
ingu á Balzac, Flaubert og Zola, er
ásamt Guy de Maupassant og Gon-
court-bræðrunum áttu eftir að hafa
mikla þýðingu fyrir hann. Af norður-
landarithöfundum urðu þeir Daninn
Vilhelm Topsöe og Norðmaðurinn
Jonas Lie honum til lífvænlegs inn-
blásturs.
Með skáldsögunni „Háblöse Slægt-
er“, árið 1880, er skrifuð var sem
natúrölsk saga um ættgengi og með
lögmál úrkynjunarinnar að megin-
efni, tryggði Herman Bang höfundar-
nafn sitt örugglega, jafnframt því sem
hann sór sig sem listamaður í ætt við
franska lærifeður sína — en áhrif
þeirra voru ekki síður auðsæ í næstu
skáldsögu hans, „Fædra“, 1883, sem
leiðir hugann að skilgreiningum og
lýsingum þeirra Goncourt-bræðra.
Ýmis markverðustu verk Hermans
Bangs eru frá tímabilinu 1886—1890.
Skáldsögurnar, „Stuk“ (1887) og
„Tine“ (1889) — hin síðari að
nokkru leyti hliðstæð „La Débácle“
eftir Zola — standa þó varla fremst-
ar; miklu heldur sumar smásagnanna,
þar sem listræn einkenni hans virðast
njóta sín hvað bezt. í mannlýsingum
hefur Herman Bang naumast látið frá
sér fara annað glæsilegra en söguna
„Ved Vejen“ (í safninu „Stille Eksi-
stenser“). Aðalsöguhetj an. Kathinka
Bai, er ein þeirra aumu og varnar-
lausu lífvera, sem áttu samúð Bangs
óskipta og Goncourt-bræðurnir tóku
ósjaldan til meðferðar. Þessi frábæra
saga minnir mann á fleiri en einn veg
á „Une Vie“ eftir Maupassant og
Emmu Bovary Flauberts. Mótvægi
hinnar fíngerðu Kathinku er maður
hennar, stöðvarstjórinn, eigingjarn
og hrjúfur, sem Herman Bang auð-
228