Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 39
HERMAN BANG sýnir fyrirlitningu. Hrífandi stílbrögð höfundar, impressiónskt sindrandi og hárfín tilvísunin, sem hann hafði numið af Jonas Lie, á jafnvel betur við í þessari harmslungnu sögu en nokkru öðru verka hans. í smásögun- um „En dejlig Dag“ og „Irene Holm“ — sem flokkaðar hafa verið með grátbroslegum sveitalífslýsingum — sýnir Bang enn ný dæmi um stílsnilld sína og áhuga sinn á meinlegum ör- lögum manna, þjáningu og smán. Endaþótt Herman Bang auðnaðist ekki að gera að raunveruleika þann bernskudraum sinn að verða leikari, varð honum það raunabót síðar að skipa í augum þjóðar sinnar öruggan sess sem frábær leiksviðsstjóri og upplesari, einkum þó eigin verka. Hann ferðaðist um mörg Evrópu- lönd og var um skeið búsettur í Þýzkalandi, því landinu þar sem gildi hans var bezt metið, að ættjörð hans undanskilinni. Og hann fór jafnvel í upplestrarferðir til Ameríku og Rúss- lands. Hann lifði það að sjá helztu verk sín þýdd á hollenzku, þýzku, frönsku, ensku, rússnesku og ítölsku. En þótt honum bærust annað slagið rífleg ritlaun, varð fjárhagur hans aldréi traustur. Þessi viðkvæmi mað- ur, sem e. t. v. var iðnastur allra danskra skálda, lét aldrei nauðstadd- an svo frá sér fara, að hann hefði ekki greitt eitthvað úr vandræðum hans. Kringum 1894 dvaldist Herman Bang í París, þar sem hann aðstoðaði fyrst Madame Réjane við æfingu „Brúðuheimilis“ Ibsens, en réðst síð- an leiksviðsstjóri að hinu fræga Lug- né-Poes-leikhúsi: Théátre del’Oeuvre, þar sem leikin voru verk Ibsens og Björnsons, tveggja höfuðsnillinga norrænna bókmennta. í Kaupmanna- höfn vann hann einnig að leikstjórn um lengri eða skemmri tíma og þótti takast með afbrigðum vel; skaphöfn hans, eldleg og næsta yfirspennt, hreif leikendurna, svo þeir hlutu að tileinka sér hana með nokkrum hætti. Herman Bang valdi að einkunnar- orðum skáldsögu sinnar „Det hvide Hus“ (1898) orð Georgs Hirschfelds: „Die Kindheit ist der Grundton fiir das ganze Leben.“ (Bernskan er grunntónn allrar ævinnar). Þar, og í „Det gr& Hus“ (1901), eru saman komnar í listrænum búningi endur- minningar hans frá bernskuheimilinu og heimili afa hans. Árin 1904 og 1905 komu frá hans hendi tvær skáldsögur, huglægar mjög; „Mikael“, sem gerist í lista- manna-heimi Parísarborgar, og „De uden Fædreland“, er fjallar um sam- kynhneigðan fiðlusnilling og þá rót- lausu listamenn, sem Bang hafði flest- um mönnum fremur skilyrði til að skilja. Einmana, líkur þeim persón- um, er hann svo oft og einatt hafði lýst í verkum sínum, lézt hann, á sjúkrahúsi í smábænum Ogden í Bandaríkjunum, 29. janúar 1912. Hann var þar á upplestrarferð og 229
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.