Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 39
HERMAN BANG
sýnir fyrirlitningu. Hrífandi stílbrögð
höfundar, impressiónskt sindrandi og
hárfín tilvísunin, sem hann hafði
numið af Jonas Lie, á jafnvel betur
við í þessari harmslungnu sögu en
nokkru öðru verka hans. í smásögun-
um „En dejlig Dag“ og „Irene Holm“
— sem flokkaðar hafa verið með
grátbroslegum sveitalífslýsingum —
sýnir Bang enn ný dæmi um stílsnilld
sína og áhuga sinn á meinlegum ör-
lögum manna, þjáningu og smán.
Endaþótt Herman Bang auðnaðist
ekki að gera að raunveruleika þann
bernskudraum sinn að verða leikari,
varð honum það raunabót síðar að
skipa í augum þjóðar sinnar öruggan
sess sem frábær leiksviðsstjóri og
upplesari, einkum þó eigin verka.
Hann ferðaðist um mörg Evrópu-
lönd og var um skeið búsettur í
Þýzkalandi, því landinu þar sem gildi
hans var bezt metið, að ættjörð hans
undanskilinni. Og hann fór jafnvel í
upplestrarferðir til Ameríku og Rúss-
lands. Hann lifði það að sjá helztu
verk sín þýdd á hollenzku, þýzku,
frönsku, ensku, rússnesku og ítölsku.
En þótt honum bærust annað slagið
rífleg ritlaun, varð fjárhagur hans
aldréi traustur. Þessi viðkvæmi mað-
ur, sem e. t. v. var iðnastur allra
danskra skálda, lét aldrei nauðstadd-
an svo frá sér fara, að hann hefði ekki
greitt eitthvað úr vandræðum hans.
Kringum 1894 dvaldist Herman
Bang í París, þar sem hann aðstoðaði
fyrst Madame Réjane við æfingu
„Brúðuheimilis“ Ibsens, en réðst síð-
an leiksviðsstjóri að hinu fræga Lug-
né-Poes-leikhúsi: Théátre del’Oeuvre,
þar sem leikin voru verk Ibsens og
Björnsons, tveggja höfuðsnillinga
norrænna bókmennta. í Kaupmanna-
höfn vann hann einnig að leikstjórn
um lengri eða skemmri tíma og þótti
takast með afbrigðum vel; skaphöfn
hans, eldleg og næsta yfirspennt,
hreif leikendurna, svo þeir hlutu að
tileinka sér hana með nokkrum hætti.
Herman Bang valdi að einkunnar-
orðum skáldsögu sinnar „Det hvide
Hus“ (1898) orð Georgs Hirschfelds:
„Die Kindheit ist der Grundton fiir
das ganze Leben.“ (Bernskan er
grunntónn allrar ævinnar). Þar, og í
„Det gr& Hus“ (1901), eru saman
komnar í listrænum búningi endur-
minningar hans frá bernskuheimilinu
og heimili afa hans.
Árin 1904 og 1905 komu frá hans
hendi tvær skáldsögur, huglægar
mjög; „Mikael“, sem gerist í lista-
manna-heimi Parísarborgar, og „De
uden Fædreland“, er fjallar um sam-
kynhneigðan fiðlusnilling og þá rót-
lausu listamenn, sem Bang hafði flest-
um mönnum fremur skilyrði til að
skilja. Einmana, líkur þeim persón-
um, er hann svo oft og einatt hafði
lýst í verkum sínum, lézt hann, á
sjúkrahúsi í smábænum Ogden í
Bandaríkjunum, 29. janúar 1912.
Hann var þar á upplestrarferð og
229