Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Qupperneq 45
SIGFÚS DAÐASON
Tilraun um manninn
Það var alltaf mjög lærdómsríkt að tala við hann. Þó átti hann ekki samúð
fólks, og mannlega veikleika var honum ósýnt um að skilja. Hann var
mjög hreinn í sér, ég minnist þess að hann talaði einu sinni við mig um hrein-
leika og skírlífi þrjá daga samfleytt; Keuschheit sagði hann því hann var
ágætlega að sér í þýzkri tungu. Hann minntist á Nietzsche. Nietzsche, sagði
hann, snerti sjaldan á kvenmanni og var snillingur samt. Ég spurði hann hvort
hann áliti ekki að Nietzsche hefði kannski orðið brjálaður af viðskiptum sín-
um við kvenþjóðina. Nei, sagði hann, það var snilldin. Hann kunni góð skil á
bókmenntunum.
Hann kvaðst vera trúaður maður, og tryði á guð vegna þess að sér væri
nauðsynlegt að vera í andlegu samfélagi við menn. En hann hélt því fram að
hann væri óháður þjóðfélagi og fjölskyldu, enda var fólkið hans í öðrum borg-
um. Furða mín varð að meiri eitt sinn er hann bauð mér til foreldra sinna og
mér gaf innsýn í hina óbilgjörnu grimmd, hina grimmu óbilgirni gagnvart
mönnum, dýrum, málefnum og hlutum er stundum heltekur menn þegar þeir
finna sigjnnan öruggra vébanda fjölskyldunnar, hina ljúfustu menn og lítt ör-
ugga um réttlæti sitt þegar þeir spásséra einir út af fyrir sig. Ég gat að minnsta
kosti ekki rakið þennan veikleika hans sem skyndilega kom í ljós til annars en
þess óráðvanda styrkleika sem fjölskyldumeðvitundin varð honum tilefni til.
Annars áleit hann að hver hlutur, hvert meiningarlaust orð, hver smáat-
burður hefði mikla þýðingu, ef ekki augljósa þá dulda, og eyddi miklum tíma
í að leita að orsakasamhengi og afleiðinga. Ég og fleiri höfum víst of oft trufl-
að sálarró hans með framferði sem ekki átti sér neinar greinilegar orsakir og
ekki var líklegt til að hafa miklar afleiðingar, eða með léttúðugu tali og lítt
rökrænu. Þá komst hann alltaf í jafn mikinn vanda. Honum hefði áreiðanlega
aldrei dottið í hug að víkja vísvitandi hársbreidd af braut hinnar rökréttu
hugsunar, þó ekki væri annað en segja og þar sem rökréttara er að segja en
eða þess vegna.
235