Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 45
SIGFÚS DAÐASON Tilraun um manninn Það var alltaf mjög lærdómsríkt að tala við hann. Þó átti hann ekki samúð fólks, og mannlega veikleika var honum ósýnt um að skilja. Hann var mjög hreinn í sér, ég minnist þess að hann talaði einu sinni við mig um hrein- leika og skírlífi þrjá daga samfleytt; Keuschheit sagði hann því hann var ágætlega að sér í þýzkri tungu. Hann minntist á Nietzsche. Nietzsche, sagði hann, snerti sjaldan á kvenmanni og var snillingur samt. Ég spurði hann hvort hann áliti ekki að Nietzsche hefði kannski orðið brjálaður af viðskiptum sín- um við kvenþjóðina. Nei, sagði hann, það var snilldin. Hann kunni góð skil á bókmenntunum. Hann kvaðst vera trúaður maður, og tryði á guð vegna þess að sér væri nauðsynlegt að vera í andlegu samfélagi við menn. En hann hélt því fram að hann væri óháður þjóðfélagi og fjölskyldu, enda var fólkið hans í öðrum borg- um. Furða mín varð að meiri eitt sinn er hann bauð mér til foreldra sinna og mér gaf innsýn í hina óbilgjörnu grimmd, hina grimmu óbilgirni gagnvart mönnum, dýrum, málefnum og hlutum er stundum heltekur menn þegar þeir finna sigjnnan öruggra vébanda fjölskyldunnar, hina ljúfustu menn og lítt ör- ugga um réttlæti sitt þegar þeir spásséra einir út af fyrir sig. Ég gat að minnsta kosti ekki rakið þennan veikleika hans sem skyndilega kom í ljós til annars en þess óráðvanda styrkleika sem fjölskyldumeðvitundin varð honum tilefni til. Annars áleit hann að hver hlutur, hvert meiningarlaust orð, hver smáat- burður hefði mikla þýðingu, ef ekki augljósa þá dulda, og eyddi miklum tíma í að leita að orsakasamhengi og afleiðinga. Ég og fleiri höfum víst of oft trufl- að sálarró hans með framferði sem ekki átti sér neinar greinilegar orsakir og ekki var líklegt til að hafa miklar afleiðingar, eða með léttúðugu tali og lítt rökrænu. Þá komst hann alltaf í jafn mikinn vanda. Honum hefði áreiðanlega aldrei dottið í hug að víkja vísvitandi hársbreidd af braut hinnar rökréttu hugsunar, þó ekki væri annað en segja og þar sem rökréttara er að segja en eða þess vegna. 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.