Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR haganum eftirtekt manni nokkrum, sem fór með reku í hönd eftir greftr- inum, fletti burt þökunum hér og hvar og rótaði upp lausamoldinni, rýndi síðan í sárið og stappaði niður fætin- um. Ský byrgðu tungl, almyrkt var, nema hvað jarðlýsi af frosnum síla- pollum og haustsnjó í lautum varpaði glætu á hélað flatlendið. Drengjun- um þótti hátterni mannsins undarlegt, og þar eð kirkjugarður lá á aðra hönd, tóku þeir til fótanna og sögðu frá reimleika við skurðinn í námunda grafreitsins. Við nánari eftirgrennslan reyndist reimleiki þessi vera Astvaldur Þór- lyndarson. Var hann tekinn á verkum sínum þar sem hann hafði rutt burt þekjutorfinu á löngu svæði, en krafs- að í ofanmoksturinn, sums staðar djúpt, víðar þó grynnra. Neitaði hann að láta af iðju sinni og kvaðst mundi færa skurðinn í samt lag, er honum sjálfum sýndist. Einnig setti hann syn fyrir að láta uppi orsökina til þessa fáránlega athæfis. Var hann álitinn geðbilaður, gripinn og fluttur í hús réttlætisins á Ingimundarvík. En þar eð engin frekari merki vitfirringar fundust hjá piltinum, gerði sýslumað- ur honum að bæta fyrir skemmdar- verkin, og var málið síðan látið niður falla. En ástæður þær, sem Ástvaldur Þórlyndarson ef til vill hefur haft til að stunda næturgröft í vatnsveitu- skurðinum umrætt haustkvöld á fyrsta tugi þessarar aldar, urðu íbú- um Ingimundarvíkur ávallt jafn huld. ar og grundvöllur sá, sem skólagöngu- áformið kann að hafa verið reist á, svo og orsakirnar til þess, að sú fyrir- ætlun komst aldrei til framkvæmda. * Kæstan sýruþef mósins leggur af frammjóum skóflublöðum, dökkbrún- um svarðarkögglum og skurðinum sjálfum, einkum botni hans, þar sem rakinn er mestur, drullan svarrar und- ir stígvélahælnum, og fölgulur vikur blandast rotnandi jurtaleifunum. Skurðurinn teygist framan Vestri bakka, út hagann, staldrar við á mörkum nýræktarinnar svonefndu líkt og slanga, sem þefar eftir æti, hliðrar sér síðan milli vegar og girð- ingar og áfram, áleiðis til bæjarins. Kapallinn kemur á eftir, stórar rúllur á trönum, menn bisa við að draga hann út, það er verið að leggja nýjan síma. Þessi helvítis fimmtíu ára gamla vatnsveita. í morgun rak ég hakann í kolryðgaðan rörstaut, sem brast við, svo að vatnið flóði út. Ekki vantaði laþið í kvikindið. Skurðparturinn okkar Todda fylltist á augabragði, benzíndælan stíflaðist af drullunni, við ráðum ekki við neitt. Núna nær vatnið mér í klof, ég sökkvi í fötun- unum og rétti þær upp. Toddi skvettir ofan balann. Þeir hafa fjölgað mönnum hér í ræsinu. Við eruð orðnir fimm, allir 244
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.