Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Qupperneq 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
haganum eftirtekt manni nokkrum,
sem fór með reku í hönd eftir greftr-
inum, fletti burt þökunum hér og hvar
og rótaði upp lausamoldinni, rýndi
síðan í sárið og stappaði niður fætin-
um. Ský byrgðu tungl, almyrkt var,
nema hvað jarðlýsi af frosnum síla-
pollum og haustsnjó í lautum varpaði
glætu á hélað flatlendið. Drengjun-
um þótti hátterni mannsins undarlegt,
og þar eð kirkjugarður lá á aðra
hönd, tóku þeir til fótanna og sögðu
frá reimleika við skurðinn í námunda
grafreitsins.
Við nánari eftirgrennslan reyndist
reimleiki þessi vera Astvaldur Þór-
lyndarson. Var hann tekinn á verkum
sínum þar sem hann hafði rutt burt
þekjutorfinu á löngu svæði, en krafs-
að í ofanmoksturinn, sums staðar
djúpt, víðar þó grynnra. Neitaði hann
að láta af iðju sinni og kvaðst mundi
færa skurðinn í samt lag, er honum
sjálfum sýndist. Einnig setti hann syn
fyrir að láta uppi orsökina til þessa
fáránlega athæfis. Var hann álitinn
geðbilaður, gripinn og fluttur í hús
réttlætisins á Ingimundarvík. En þar
eð engin frekari merki vitfirringar
fundust hjá piltinum, gerði sýslumað-
ur honum að bæta fyrir skemmdar-
verkin, og var málið síðan látið niður
falla.
En ástæður þær, sem Ástvaldur
Þórlyndarson ef til vill hefur haft til
að stunda næturgröft í vatnsveitu-
skurðinum umrætt haustkvöld á
fyrsta tugi þessarar aldar, urðu íbú-
um Ingimundarvíkur ávallt jafn huld.
ar og grundvöllur sá, sem skólagöngu-
áformið kann að hafa verið reist á,
svo og orsakirnar til þess, að sú fyrir-
ætlun komst aldrei til framkvæmda.
*
Kæstan sýruþef mósins leggur af
frammjóum skóflublöðum, dökkbrún-
um svarðarkögglum og skurðinum
sjálfum, einkum botni hans, þar sem
rakinn er mestur, drullan svarrar und-
ir stígvélahælnum, og fölgulur vikur
blandast rotnandi jurtaleifunum.
Skurðurinn teygist framan Vestri
bakka, út hagann, staldrar við á
mörkum nýræktarinnar svonefndu
líkt og slanga, sem þefar eftir æti,
hliðrar sér síðan milli vegar og girð-
ingar og áfram, áleiðis til bæjarins.
Kapallinn kemur á eftir, stórar rúllur
á trönum, menn bisa við að draga
hann út, það er verið að leggja nýjan
síma.
Þessi helvítis fimmtíu ára gamla
vatnsveita. í morgun rak ég hakann í
kolryðgaðan rörstaut, sem brast við,
svo að vatnið flóði út. Ekki vantaði
laþið í kvikindið. Skurðparturinn
okkar Todda fylltist á augabragði,
benzíndælan stíflaðist af drullunni,
við ráðum ekki við neitt. Núna nær
vatnið mér í klof, ég sökkvi í fötun-
unum og rétti þær upp. Toddi skvettir
ofan balann.
Þeir hafa fjölgað mönnum hér í
ræsinu. Við eruð orðnir fimm, allir
244