Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Qupperneq 57
RÖGNVALDUR FINNBOGASON
Ræða
jlutt á þingi Heimsfriðarráðsins í Colombo á Ceylon 13. júní 1957
erra forseti, kæru vinir!
Ég er hingað kominn frá íslandi. Vér
íslendingar erum fámenn þjóð, teljum að-
eins eitt hundrað og sextíu þúsundir. Engu
að síður eigum vér ríkan menningararf, er
stendur djúpum rótum í sögunni. Allir þeir,
sem til þekkja norrænnar menningar og
þjóðsagnafræða munu bera því vitni. Þessi
menningararfur vor knýtir oss þó ekki við
liðna og dauða fortíð, því að í nafni þessa
menningararfs vors fordæmum vér íslend-
ingar kjarnorkuvopn og hernað þjóða í
milli. Það er í nafni menningararfs vors,
sem vér krefjumst þess, að friður verði
haldinn, krefjumst frelsis þeim þjóðum til
handa, er búa við kúgun og ánauð og vér
gerum það í þeirri fullvissu, að án frelsis
verði í heiminum hvorki frið né hamingju
að finna.
íslendingar eru friðsöm þjóð. Vér höfum
engan her og höfum aldrei farið með hern-
aði á hendur öðrum mönnum. Enginn mun
með samþykki þjóðar vorrar halda úti her
í landi voru, jafnvel þótt sá her sé sagður
þar eingöngu í varnarskyni, því að krafa
vor um frið er reist á siðferðilegum rökum,
en ekki á hverfulum viðhorfum líðandi
stundar. Það gleður mig því að hitta fyrir
hér á Ceylon friðsama menn, er eiga sömu
viðhorf sem vér til þessara mála. Það er von
mín, og ég er þess reyndar fullviss, að sú
stund sé upp runnin í sögu vor manna, að
vér látum í verkum vorum stjórnast af
virðingu fyrir sammannlegum siðgæðis-
hugsjónum.
Ef vér einungis fáum afstýrt styrjöld, þar
til þessi vaknandi meðvitund er orðin að
lifandi veruleik með þjóðum heims, þá
kann svo að fara, að óbornar kynslóðir
muni telja, að árvekni vor, dómgreind og
hugrekki hafi orðið heilladrjúg mannkyn-
inu á örlagastundu í sögu þess. En takist
oss eigi að svipta burt þeim skugga ófriðar,
sem nú grúfir yfir þjóðum heims, þá höfum
vér gjörzt sekir um það böl, er falla mun á
komandi kynslóðir. Minnumst þess, hver
skylda hvílir á oss. Vér verðum að vinna
alþýðu heimsins griða, svo að hún geti
gert þeim, er með völd fara, ljósan vilja
sinn — kröfu sína um frið. Því skulum vér
strengja þess heit að berjast dyggilega fyr-
ir því, að þeim griðum verði náð. fslenzka
þjóðin skoðar það hlutverk sitt að knýja
ríkisstjórn sína til að afþakka lengri dvöl
amerískra herflokka í landi sínu. Að ]fk-
indum væri þessu marki þegar náð, ef ekki
hefðu spurzt hryggðartíðindin frá Ung-
verjalandi á s.l. ári. Verði enn skarað fast-
ar að glóðum ófriðar í heiminum en orðið
er, treysti ég því, að alþýða heimsins muni
þekkja sinn vitjunartíma og tryggja mann-
kyni frið, löngu áður en rödd þeirra vöku-
manna, sem hér eru saman komnir, verður
hljóðnuð. Hún verður aðeins að bera gæfu
247