Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 62
TIMARIT MALS OG MENNINGAR aðeins að taka til meðferðar bók- menntaleg efni. En þessi grein er ekki um bókmenntir eingöngu. Vestrænir rithöfundar benda á nauðsyn sam- ræðna. Hver og einn getur í vinsam- legu samtali rætt þau efni sem honum lízt. Svo áríðandi sem pólitísk við- fangsefni eru nú, geta umræður hjálp- að okkur til að leysa þau. Atburðirnir fylla suma vestræna rithöfunda efa- semdum. Það er vel þess virði að ræða ekki einungis það sem olli þeim þessum efasemdum, heldur einnig það sem þeir eru að spyrja um. Á þessum tímum málskrafs, ásakana og alhæf- ingar, er mér það ánægja að birta álit mitt á þróun sovézkrar menningar. Vestræn list Kennslukona í sveit skrifar mér á þessa leið: „Við fylgjumst af athygli með því sem er að gerast á bók- menntasviðinu, og ræðum það. Gæt- uð þér upplýst mig um nokkur atriði? Nýlega fór ég til Túlu í erindum vegna starfs míns og hlustaði þar á erindi um bókmenntir. Fyrirlesarinn sagði að mikið væri nú talað um baráttu við borgaraleg hugmyndakerfi, og að menn yrðu að draga sínar ályktanir af því. Þegar ég sagði félögum mín- um frá þessu, rétti R. upp böndina og sagði: „Þetta merkir að sögur eins og Hœgláti Ameríkumaðurinn verða ekki birtar oftar.“ Við erum áskrif- endur að Inostrannaja líteratúra,* og * „Erlendar bókmenntir“, sovézkt tímarit. okkur líkar öllum vel þessi saga G. Greenes. I því hafa líka verið nokkr- ar aðrar góðar sögur, eftir Remar- que, Hemingway og aðra. Eg lenti í stælu við R., því að mér fannst þetta heimskuleg ályktun. Félagsstjórnin okkar telur áð það verði að berjast gegn borgaralegum hugmyndum í sovézkum bókmenntum. Mér er þetta óskiljanlegt. Ég les blöðin og margt annað, en ég hef hvergi séð neinar borgaralegar hugmyndir. Ég býst við meiru af sovézkum bókmenntum; enn eru þær ekki nógu auðugar af góðum og djúpsæjum ritum. Ég veit að svona á ekki að gagnrýna hlutina, en ég get ekki að mér gert að mig dreym- ir um þetta, og svo er um okkur öll. Við búum fjörutíu kílómetra frá mið- stöð héraðsins, og bækur eru okkur fyrir öllu.“ Spurningar þessa lesara snertu þetta efni sem ég er að ræða um og ég skal gera hvað ég get til að svara. Ég skrifa ekki þessa grein einvörð- ungu fyrir vestræna lesendur. Það er sovézkum höfundi jafnvel enn mikils- verðara að snúa sér að sovézkum les- endum. Hversu oft verður að endurtaka það að mismunandi hugmyndakerfi þarf ekki að vera þrándur í götu menningarsamvinnu? Það hefur aldrei verið ætlunin að friðsamleg samtilvera og friðsöm samvinna ríkja með mismunandi þjóðskipulag feli í — Þýð. 252
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.