Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR list nokkurs annars lands á síðustu fjórum áratugum. Við þurfum ekki að roðna, þegar við lítum framan í vestræna meinfýs- unga. Tilraunir þeirra til að hrinda til hliðar í tilverunni sovézkum bók- menntum, og í rauninni allri sovézkri menningu, eru beinlínis fávíslegar. Þeir vestrænir menntamenn sem nú finna til áhyggju innra með sér, þekkja mjög vel framlag okkar til heimsmenningarinnar. Þeir mundu ef til vill segja að þeir vildu sjá enn stærra framlag. Við vildum það líka. Við erum engan veginn fjöðrum fengnir af árangri okkar. Þegar sovézk kennslukona skrifar að okkur skorti góðar bækur, þá eru orð henn- ar ekki ástæðulaus. Hún hefur fullan rétt til að segja það, — hún, en ekki gagnrýnandinn í Figaro Littéraire. Við getum litið hreyknir yfir far- inn veg, en við viljum horfa fram. Að sitja við skrifborð sitt er erfiðara og sælla en hlusta á afmælisóskir. í dag heyrum við of oft ógrundaðar ásakanir, en við megum ekki nema staðar við það, heldur halda áfram rólegir. En við verðum að hugleiða alvarlega hvað það er sem stundum hindrar framfarir okkar. Bókmenntir og uppeldi ítalski rithöfundurinn Carlo Levi sagði að þegar hann hefði verið bú- inn áð líta kringum sig í hótelher- bergi sínu í Moskvu, með vösum á hillunum, bréfapressu úr bronsi á borðinu og gamaldags húsgögnum, hefði sér fundizt hann vera horfinn aftur til Piedmont bernsku sinnar. Þegar ég var á Genfarfundinum síð- astliðið ár og á þingi menningarfé- lags Evrópu (European Cultural Society) í Feneyjum fyrir skömmu, fannst mér líka ég vera kominn til Moskvu æskudaga minna. I Genf og Feneyjum töluðu há- menntaðir menn og konur um mikil- vægi menningar, um Joyce, um exist- ensíalisma og hlutarlausa (abstrakt) málaralist. Hvorki Genfarbúar né Feneyingar sýndu neinn áhuga á þessum umræðum. Bændurnir á Suð- ur-ítaliu sem Carlo Levi hefur lýst svo vel, hafa ekki lesið bækur hans. Þegar ég kom til Alabama og Missis- sippi fyrir tíu árum og talaði þar við menntamenn, lækna, lögfræðinga, verkfræðinga, komst ég að raun um að þeir könnuðust ekki einu sinni við fræga bandaríska rithöfunda sem hafa ritað um lífið í suðurríkjunum, — Steinbeck, Caldwell, Faulkner. Ég man mætavel eftir Moskvu í upphafi þessarar aldar. Félagar í Fé- lagi frjálsrar fagurfræði (Krúzjok svobodnoj estetikí) voru vanir að ræða um ljóðlist Mallarmés, dulrænt stjórnleysi og mannfræði. Konurnar töluðu um Psjybysjevskí og hrifust af bréfspjaldaútgáfum á verkum Böcklins eða Stucks. Ég eyddi 258
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.