Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR voru níu þrælar á hvern frjálsborinn mann. Þrælarnir voru trygging vel- sældar, frjálsræðis og menningar. Sama ástand ríkti á Indlandi á tímum Kalidasa og í musterum Ellora. Ra- cine ritaði sorgleiki sína fyrir lítinn hóp höfðingjafólks. Á þeim dögum lifðu níu hundruð manns myrkurlífi, næstum frumstæðu, til þess að hundr- að gætu trúað og efazt, hvílzt og bar- izt, hugsað og elskað. Sovézkt þjóð- félag varð fyrst til þess að færa menninguna öllu fólki. Það er hverjum manni Ijóst að út- þensla menningar hlýtur í fyrstu að gerast á kostnað hæðar hennar. Mað- urinn sem tekur sér bók í hönd í fyrsta skipti á ævi sinni, skynjar ekki marga hina finni þræði sálarfræði, dýpt spaklegra hugsjóna né heldur bókmenntafegurð í sögum slíkum sem Stríði og jriði eftir Lev Tolstoj. Lestur er eins og skynjun mynd- listar eða tónlistar; hann krefst skap- andi skynjunar þess sem les, hlustar eða skoðar, og skapandi áreynsla þessarar tegundar er nátengd þroska almennrar menningar. Smekkur er lengi að skapast. Þegar ég talaði við lesendur milli 1920—30, og raunar líka milli 1930—40, heyrði ég oft skoðanir sem voru mjög barnalegar og of einsýnar. Jafnvel á fyrsta þingi rithöfunda voru höfundar sem játuðu fyrir mér að frumstæði margra les- enda skelfdi þá. Síðan eru liðin meira en tuttugu ár. Það hafa verið ár sorga og vona, vinnu og heilabrota. Nú skelfast eng- ir rithöfundar frumstæði lesenda sinna, heldur eru það lesendurnir sem hlæja stundum háðslega að barnaskap skáldsagna eða leikrita. Ruglingslegur stíll Við skulum nú athuga annað svið, byggingarlist. Margar byggingar hafa verið reistar í blönduðum stíl í landi okkar, og sumir byggingar- meistarar hafa hvorki sýnt smekk né skilning á hlutföllum, né heldur fylgdu þeir tíðarandanum. Hvernig gat þetta gerzt? Á árunum milli 1920 —30 voru konstrúktivistar yfirgnæf- andi meðal sovézkra byggingarmeist- ara. Mistök þeirra áttu sér margar rætur. Það var skortur á fyrstaflokks byggingarefni, og því einfaldari sem bygging er, því betra verður efnið að vera. Það er alltaf mikið skraut á ódýrum sígarettupökkum og kössum. Veggirnir sem konstrúktivistar reistu í Novosíbirsk og Sverdlovsk, urðu skellóttir og sprungu. Sumir meistar- ar reistu hús eins og þeir væru að skrifa hátíðleg skjöl eða yfirlýsingar og fóru út í öfgar. Byggingarnar voru mollulegar útlits, og fólk kallaði þær líkkistur. Listrænn smekkur fólks var enn óþroskaður og stílblandaðar skrautbyggingar héldu velli um sinn. Nú sjást merki heilbrigðrar almenn- ingsgagnrýni. Það er ekki eingöngu að ríkisstjórnin hafi vítt sóun á hús- 260
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.