Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Einstaklingseðli rithöfundarins ■sem listamanns ræður vali hans á formi og umræðuefni. Jafnvægið sem sumir gagnrýnendur bera fyrir brjósti, getur verið til í ritmennsku yfirleitt sem heild, en ekki í hverri einstakri bók. En ef rithöfundur skyldi einbeita sér að röngu lífsins, þá ásaka gagnrýnendur hann sam- stundis fyrir skrumskælda myndina. Slíkir gagnrýnendur eru á verði allt sitt líf, rétt eins og barnfóstrur sem eru stöðugt með lífið í lúkunum. Þeir eru hræddir um að lesandi sögu sem lýsir miskunnarlausum forstjóra álykti af því að allir slíkir forstjórar séu miskunnarlausir. Ég segi við þá eins og ég hef sagt við vestræna menntamenn: „Þið sjáið hvaða árangur hefur náðst hjá okkur; at- hugið bara hverjir hafa framkvæmt það. Það eru ekki börn, heldur full- orðið og þroskað fólk.“ Þegar höfundur leitast við að halda jafnvægi milli Ijóss og myrkurs í bók, þá syndgar hann gegn höfund- arsamvizku sinni; hann bútar niður hugsjónir verksins og geldir sinn eiginn anda. Hann er annars vegar smeykur við ásakanir og „eintómar gyllingar“ og hins vegar um „skrum- skælingar“. Nekrasov, Tsjernysjevskí og Saty- kov-Sédrín lögðu allir til efni í sama tímarit, Sovremenník (Samtíma- manninn), á sömu árum. Hefði verið hægt að búast við því að Nekrasov hefði getað lýst andlegum heimi bylt- ingarmanna með slíkri fullkomnun sem Tsjernysjevskí? A maður að ásaka Saltykov-Sédrín fyrir að hafa ekki lýst glæsilegum rússneskum kon- um? Við hlæjum —- og það með réttu — að kvikmyndum frá Hollywood sem enda óhj ákvæmilega vel. En við skrifum sjálfir sögur með úthugsuð- um endi þar sem allir árekstrar eru jafnaðir. Þó eru enn til andstæð- ur sem ekki hafa verið leystar og ef þeim væri lýst í bókum, mætti vera að lausn þeirra væri nær. En rithöf- undar eru hræddir um að sögur sem enda ekki vel, fáist aldrei prentaðar. Ahrif stjórnarvalda Það er oft sagt að við verðum að berjast gegn áhrifum stjórnvaldanna á bókmenntir. Margt hefur verið gert í þessu skyni, en ekki nærri nógu mikið. Utgefendur sumra tímarita eru óþarflega tortryggir á handrit, einkum frá ungum höfundum. Um aðrar bækur sem útgáfufyrirtæki þora ekki að prenta, en hika þó við að hafna, nota þau klækibrögð: þau gefa „vafagemsann“ út í litlu upp- lagi, ekki til að sjá hvort almenningi líki hún, heldur til að takmarka les- endafjöldann. Slík útgáfufyrirtæki skilja auðsjáanlega hvorki sovézkt lýðræði né víðáttu sovézkrar menn- ingar. Áhrif stjórnvaldanna koma stund- 266
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.