Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 77
ÞORF GREINARGERÐ um fram í dómum um verk sem þegar hafa verið birt. Fyrir um það bil ára- tug ræddum við í rithöfundasam- bandinu um sögu Símonovs, Reyk föðurlandsins. Allir viðstaddir höf- undar hrósuðu sögunni. Fáum dög- um síðar birti tímaritið Kúltúra í zjísn (Menning og líf) grein, þar sem ráðizt var á söguna og Fedín og Ehrenburg fyrir að láta sér hana vel líka. Vorið 1954 voru miklar umræður í rithöfundasambandinu um Árstíð- irnar eftir Panovu, sem nær allir hrósuðu. Nokkrum mánuðum síðar flutti eitt helzta blaðið grein þar sem allt öðrum augum var litið á málið. Fyrir ekki löngu ræddu rithöfund- ar um verk allmargra ungra rithöf- unda og skálda. Allir töluðu um verð- leika ritanna sem um var rætt. Þá tók allt í einu að koma út runa af grein- um sem aðeins ræddu hinar nei- kvæðu hliðar þessarar eða hinnar hókar eða kvæðis. Það voru engar raunverulega almennar umræður, ekki fremur en verið hafði um Reyk föðurlandsins né Árstíðirnar. Að mínu áliti á að tala um bækur og bera saman mismunandi skoðanir, fremur en það sé stjórnarvaldanna að ákveða hvort þær séu góðar eða ekki. Nákvæmlega sama má sjá á öðrum sviðum. Allt í einu gaus upp barátta gegn impressjónisma. Ég segi „allt í einu“, því að impressjónismi er hluti af listasögu heimsins. Málverk im- pressjónista eru í hverju listasafni, líka okkar eigin. Deilur um impres- sjónisma hefðu verið skiljanlegar fyrir níutíu árum, þegar Zola var að verja þessa nýju stefnu fyrir árásum þeirra sem aðhylltust hinar klassisku stefnur. í dag getur enginn talað í al- vöru um að apa eftir impressj ónisma og enginn getur heldur neitað því að listamenn geti eitthvað af impressjón- istum lært. Þessar deilur á listamenn sem töluðu vel um málverk frönsku nítjándu aldar meistaranna líktust fremur reiðihrópum kennara en frjó- um umræðum um merkilegt sögulegt fyrirbæri. Sovetskaja kúltúra (Sov- ézk menning) gekk svo langt að tala um aðdáendur impressjónisma í þeim tóni sem venjulega er aðeins viðhafður við götustráka. Forysta flokksins Sumir áhangendur kreddutrúar munu nú ef til vill spyrja hvort ég af- neiti forystu flokksins í bókmenntum. Ég geri það ekki, en ég neita að við- urkenna vélrænan og einfaldaðan skilning á miklum hugmyndum. Hug- takið „félagsleg köllun“ til dæmis er látið merkja sérstaklega köllun út- gefanda eða ritstjórnar sögu eða kvæðis. En það að vera trúr félags- legri köllun sinni er ekki sama og skrifa eitthvað um A eftir fyrirskipun útgefandans B. Það er sama og taka þátt í lífi og áhugamálum fólks, svara 267
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.