Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 81
STEFAN ZWEIG Bókin - inngönguhlið heimsins 0** ll hreyfing á jörðu hér byggist í meginatriðum á tveim uppfinn- ingum mannlegs anda: hreyfingin í rúmi á uppfinningu veltandi hjólsins, sem þeytist heitt um öxul sinn; hin andlega hreyfing á uppgötvun skrift- arinnar. Sá óþekkti maður, sem ein- hvers staðar og einhvern tíma beygði fyrstur manna hinn harða við í hjól- hring, hefur kennt gervöllu mannkyni að sigrast á fjarlægðinni milli landa og þjóða. Með vagninum skapaðist möguleiki á sambandi, flutningur á vörum, ferðalög, er færa nýja þekk- ingu, yfirunninn er takmörkunarvilji náttúrunnar, er ákvað einstökum teg- undum jarðargróða, málmum, stein- um, afurðum þröng, loftslagsbundin heimkynni. Hvert land lifir ekki leng- ur eitt út af fyrir sig, heldur í tengsl- um við allan heiminn. Morgunlöndin og lönd sólarlagsins, suðrið og norðr- ið, austrið og vestrið voru færð ná- lægt hvert öðru með þessu nýupp- hugsaða farartæki. Alveg eins og hjólið hefur í æ fullkomnara tækni- formi, þar sem það veltur undir eim- vagninum, fleygir áfram bifreiðinni, snarsnýst í loftskrúfunni, yfirunnið þyngdarafl rúmsins, þannig hefur skriftin, sem einnig hefur löngu þró- azt frá skrá og blaði í bók, rofið hina örlagaríku reynslueinangrun jarð- neskrar einstaklingssálar: vegna bók- arinnar er enginn framar algerlega innilokaður og einangraður innan síns eigin sjónarsviðs, heldur getur hver og einn öðlazt hlutdeild í því, sem gerzt hefur og er að gerast, hlut- deild í öllu því, sem gervallt mannkyn- ið hefur hugsað og reynt. Á vorum dögum byggist öll eða nær öll andleg hreyfing vors andlega heims á bók- inni, og hinir sameiginlegu lífshættir ofar efnislegum hlutum, kallaðir menning, væru óhugsandi án hennar. Þetta vald bókarinnar í einstaklings- lífi voru, vald, er víkkar úr vitundar- svið sálar vorrar, byggir upp vorn persónulega heim, er oss í rauninni oftast nær hulið, aðeins einstöku sinn- um, nær alltaf á kyrrlátum tómstund- um, gerum vér oss grein fyrir því. Því að bókin er löngu orðinn sjálf- 271
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.