Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Qupperneq 84
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ir eyru, og sýndi mér hróðugur sam- ankuðlað bréf, sem hann var nýbúinn að fá, og bað mig að lesa það fvrir sig. I svipinn skildi ég ekki, hvað Gio- vanni átti við, ég hélt, að hann hefði fengið bréf á erlendu máli, frönsku eða þýzku, líklega frá stúlku — ég þóttist vita, að þessi piltur gengi í augun á stúlkunum — og nú ætlaðist hann líklega til, að ég þýddi erindið fyrir hann á ítölsku. Ónei, bréfið var á ítölsku. Hvað vildi hann þá? Atti ég að lesa það sjálfur. Nei, endurtók hann enn, nærri því æstur, fyrir hann átti ég að lesa það, upphátt. Og allt í einu skildi ég, hvernig í öllu lá: þessi undurfríði, greindi piltur, búinn með- fæddri háttvísi og reglulegum yndis- þokka, hann var einn úr hópi þeirra sjö eða átta prósenta jrjóðar sinnar, sem að því er opinberar skýrslur herma kunna ekki að lesa. Hann var ólæs. Og í svipinn minntist ég þess ekki, að ég hefði fyrr átt tal við mann af þessu utangarðsfólki Evrópu. Þessi Giovanni var fyrsti ólæsi Evrópumað- urinn, sem ég hafði fyrirhitt, og ég horfði víst undrandi á hann, ekki lengur eins og vin, ekki lengur eins og félaga, heldur eins og einhvern furðu- fugl. En svo las ég auðvitað fyrir hann bréfið, það var frá einhverri saumakonu, Maríu eða Karólínu, og í þvi stóð ekkert annað en það, sem ungar stúlkur í öllum lönduin og á hvaða tungu sem jrær mæla, skrifa ungum piltum. Hann horfði fast á varirnar á mér, meðan ég var að lesa Jiað, og ég fann, hvernig hann lagði sig fram um að festa sér í minni hvert orð. Það komu hrukkur fyrir ofan augabrúnirnar, þannig herptist and- litið á honum áf áreynslunni við að hlusta og reyna að missa ekki af neinu. Ég las bréfið tvisvar sinnum fyrir hann, hægt og skýrt, hann drakk í sig hvert orð, varð æ ánægðari, augun ljómuðu og varirnar brostu eins og rauð rós á sumardegi. Þá kom yfirmaður utan frá borðstokknum, og hann skauzt burt. Þetta var allt og sumt, allt tilefnið. En áhrifin, hinn eiginlegi viðburður hið innra með mér, komu þó ekki fyrr en nú, eftir á. Ég hallaði mér aftur á bak í legustól og horfði upp í mildan næturhimininn. Þessi undarlega upp- götvun ásótti mig. I fyrsta sinn hafði ég séð ólæsan mann, meira að segja Evrópumann, sem ég vissi, að var greindur og sem ég hafði talað við eins og félaga. Nú braut ég heilann um það fyrirbæri, hvernig heimurinn mundi speglast í slíkum heila, sem blindur var á bið skráða orð. Ég reyndi að gera mér í hugarlund, hvernig það væri að kunna ekki að lesa. Eg reyndi að setja mig í spor þessa manns. Hann tekur sér blað í hönd og skilur það ekki. Hann tekur bók, og hún hvílir í hendi hans, nokkru léttari en tré eða járn, fer- liyrnt, köntótt, mislitur, gagnslaus 274
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.