Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 87
B O K I N INNGONGUHLIÐ IIEIMSINS þakka, minntist kynna af löngu liðn- um skáldum, sem höfðu meira gildi fyrir mig en mörg vinakynni og kvenna, minntist ástarnótta með bók- um, er maður neitaði sér unaðssæll um svefn eins og á öðrum amorsnótt- um. Og því meir sem ég hugsaði um það, því betur skildi ég, að andlegur heimur vor er gerður af milljónum mónaða einstakra hughrifa, og eiga fæst þeirra rót sína að rekja til þess, er hver og einn hefur sjálfur séð og reynt — allt hitt, meginefnið saman- ofið, eigum vér að þakka bókum, lestri, geymd, lærdómi. Það var undursamlegt að hugleiða þetta allt. Löngu gleymdar unaðs- stundir, sem bækur höfðu veitt mér, rifjuðust aftur upp, minntu mig hver á aðra, alveg eins og þegar ég reyndi að telja stjörnurnar á flauelsbláum himninum og var alltaf að finna nýjar og nýjar, sem rugluðu mig í talning- unni, þannig uppgötvaði ég, er ég skyggndist djúpt í hvolf míns innra sjónarsviðs, að einnig sá stjörnuhim- inn vor er alsettur óteljandi mörgum skærum ljósblossum og að vér eigum, vegna hæfileikans til að njóta hins andlega, annan heim, sein hverfist kringum oss og einnig er fylltur duld- um hnattasöng. Aldrei liafði ég verið eins nákominn bókum og á þessari stundu, er ég hafði enga þeirra handa á milli og hugsaði aðeins um þær með samsafnaðri þakklátssemi opinnar sálar. Fyrir þetta litla atvik í sam- bandi við ólæsa manninn, þennan andlega vanaða vesaling, sem þrátt fyrir sama sköpulag og vort megnaði ekki sökum þessarar vöntunar að lyfta sér ástríkur og skapandi í hinn æðri heim, skynjaði ég allan töfra- mátt bókarinnar, sem daglega er hverjum upplýstum manni opinn al- heimur. En sá, sem einu sinni skynjar þann- ig gildi hins ritaða, prentaða orðs, hinnar andlegu orðgeymdar í öllu sínu ómælanlega víðfeðmi, hvort heldur út frá einstakri bók eða út frá tilurð bóka yfirleitt, hann brosir vor- kunnsamur að því vonleysi, sem á vorum dögum hefur gripið svo marga, jafnvel vitiborna menn. Þeir óttast, að tími bókarinnar sé liðinn. nú hafi tæknin orðið, grammófónn- inn, kvikmyndin, útvarpið byrji nú þegar að ýta bókinni til hliðar sem nákvæmari og þægilegri miðlar orðs- ins og hugsunarinnar og brátt muni menningarsögulegu hlutverki hennar lokið. En hversu þröngt séð, hversu skammt hugsað! Því að hvar hefur tæknin nokkru sinni undursamlegu til leiðar komið, er bæri af eða aðeins jafnaðist á við hið þúsund ára gamla undur bókarinnar! Ekkert sprengi- efni hefur efnafræðin uppgötvað, sem hefur víðtækari og ægimáttugri verk- an, enga járnbenta steinsteypu barið saman, er um varanleik beri af þess- um litla prentpappírsböggli. Ennþá hefur enginn rafljósgjafi borið slíka 277
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.