Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 91
EINMANA MAÐUR?
sinni og knýja Hollywood til að gera raynd-
ir sem ]>jóna áróðurshagsmunnra hennar.
I rauninni eiga Hays codex og Siðsemis-
sveitin ekkert skylt við siðsemi, feimnisinál
eða trúmál. Hinn æðri klerkdómttr í Banda-
ríkjunum heitir sér æfinlega til að tryggja
aðstöðu þeirra stjórnmálamanna sem aftur-
haldssamastir eru. Samtök þeirra tóku mjög
vægt á glæpamyndum en sneru sér harka-
lega gegn Itverri þeirri mynd sem túlkaði
framsækin viðhorf og þóttust þá vera að
berjast gegn ofbeldisandanum.
Monsieur Verdoux varð tilefni þess að
Siðsemis-sveitin hóf eina áhrifaríkustu her-
ferð sína. Eigendur kvikmyndahúsa voru
heittir hótunum ef þeir ætluðu að sýna
mynd, sem var kunn að því að verja glæpi.
Kvikmyndahúsaeigendur riftuðu samning-
ttm sínum, þegar Siðsemis-sveitin lét þá
vita, að yrði Monsieur Verdoux sýnd, myndi
kveðið upp hann yfir stofnunum þeirra og
þær settar á svartan lista.
Hrakfarir Chaplíns í Bandaríkjunum
jöfnuðust aðeins að nokkru leyti af góðum
undirtektum í Englandi og Frakklandi.
Monsieur Verdoux hefði ef til vill orðið
„síðasta“ mynd Chaplíns ef Borgarljósin
hefðu ekki hlotið óvænta hylli, er þau voru
send út á nýjan leik 1950, en þannig fékk
fyrirtæki hans mjög verulegar tekjur.
Borgarljósin höfðu verið angurvær, Mon-
sieur Verdoux var næstum örvæntingarfull
mynd. Þessi grunntónn var þeim mun at-
hyglisverðari sem menn minntust þeirrar
fullvissu um framtíð mannkynsins sem
hljómaði í lok EinræSisherrans: Við erum
á leið frá myrkri til Ijóss. Lokatnyndirnar í
Verdoux sýndu h'tinn mann sent gengur
hugaður að fallöxinni og öðlaðist þessi síð-
ustu augnahlik svip af fasi og göngulagi
hins gamalkunna Charlies.
Sumir hafa reynt að skýra beiskju Ver-
doux með sálfræðilegum rökum: Aldurinn
ætti að vera að buga Chaplín — hann vildi
hefna sín á konunum eftir vonbrigði í ást-
um ■— mannvonzkan sem æfinlega hefði
verið grafin í persónuleik hans hefði með
árunum átt að ná undirtökunum.
Af þessu tilefni er vert að minna á að
skömmu eftir að Chaplín giftist Oonu
O’Neill komst hann svo að orði:
Ég hej aldrei verið eins jullkomlega ham-
ingjusamur og nú. ÞaS er sagt uS líjiS hejj-
ist þegar maSur er jertugur; ekkert er jrá-
leitara. ÞaS er ekki jyrr en maSur er jimm-
tugur aS hann jer aS njóta lífsins til fulln-
ustu. Aldrei hej ég fundiS gleði augnabliks-
ins í jajn ríkum mæli og daginn sern ég átti
•58 ára ajmæli ...
Það er staðreynd að Chaplín hafði aldrei
verið eins hamingjtisamur í einkalífi sínu
og eftir fjórða lijónaband sitt. Eftir að liann
og Pauletta Goddard skildu (í fullu bróð-
erni), giftist hann 1943 Oonu O’Neill, dótt-
ur leikritaskáldsins fræga og nóbelsverð-
launahöfundarins Eugene O’NeiIl, en hann
var raunar andvígur þeim ráðahag.
Chaplín var þá 55 ára gamall og kona
hans 18 ára. En sú ótrúlega æska sem „the
Kid“ geymdi enn í hjarta sínu varð öllum
aldursmun yfirsterkari.
Astæðuna til þeirrar beiskju sem óve-
fengjanlega einkenndi Monsieur Verdoux
er þannig ekki að finna í einkalífi hans
heldur öllu frekar í þeim örðugleikum sem
fyrir lionum urðu í opinheru lífi. Eftir að
Bandaríkin tóku þátt í styrjöldinni hófust
ákafar og árangursríkar árásir á Chaplín.
llann hafði sjálfur boðið þeim heim með
því að taka þátt í deilu þeirri sem þá gagn-
tók hugi manna um land allt: Atlanzhafið
eða Kyrrahafið?
Eftir árás Japana á Pearl Harhour barð-
ist hluti af lofther og flota Bandaríkjanna á
vígstöðvunum í Kyrrahafi, en aðrar sveitir
höfðu verið sendar yfir Atlanzhaf og höfðu
aðsetur á Brellandseyjum. Eins og menn
281