Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Qupperneq 98
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
mig þá tíu daga sem þér hélduð fundi í
Hollyuiood. Ef yður langar að vita það, þá
er ég ehhi kommúnisti. Eg er aðeins friðar-
sinni.
Það er almennt viðurkennt að friðarhug-
sjónin er einn meginþátturinn í lífsstarfi
Chaplíns. Arið 1948 var einróma samþykkt
í Félagi franskra kvikmyndagagnrýnenda
að senda forseta norska Stórþingsins svo-
hljóðandi tilmæli, en að félaginu standa
starfsmenn blaða sem túlka hinar fjarskyld-
ustu stjórnmálaskoðanir:
Það er sérhenni á hvihmyndum Chap-
líns hve friðarhugsjónin á dfúpar rœlur í
þeim, hve mannúðin birtist skýrt í þeim.
Þessir meginþœttir eru sérstahlega Ijósir í
tveimur síðustu myndum hans, „Einrœðis-
herranum“ og „Monsieur Verdouxen báð-
ar hafa þœr í lokin að geyma yfirlýsingar,
sem án eja hafa stuðlað mjög að því að
kynna hugsjónir þœr sem Alfred Nóbel mat
mest.
Af þessum ástœðum leyfir Félag franskra
kvihmyndagagnrýnenda sér — og ítrekar
þar með ósk sem borin var fram þegar 1926
a) elzta félagsmanninum Lucien Wahl —
að leggja til að friðarverðlaun Nóbels verði
veitt Charles Chaplín.
Norska Stórþingið svaraði aldrei þessu
bréfi. Charles Chaplín fékk ekki friðarverð-
laun Nóbels. En blað í Kaliforníu skipu-
lagði söfnun meðal lesenda sinna til þess
að greiða fyrir liann far til Englands.
I Bandaríkjunum fannst Chaplín hann
einangrast nteir og nteir. Hann hafði tapað
orustunni um Verdoux, en ltann hafði einn-
ig séð Hollywood tapa síðustu orustu sinni.
„Galdraofsóknirnar" höfðu hrakið fjöl-
ntarga hæfileikamenn út úr vinnustofunum,
eins og dr. Göbbels forðunt í þýzkum kvik-
myndaiðnaði. Þeir bandarísku rithöfundar
og leikarar sem höfðu haldið atvinnu sinni
hjtiggu við sífelldan ugg og dirfðust ekki
að glíma við ný viðfangsefni. Hnignun
bandarískra kvikmynda eftir 1948 varð
þeim mun eftirtektarverðari sem Hollywood
hafði fyrst eftir stríð gert margar djarfar
myndir sem höfðu óvefengjanlegt listgildi.
Ofsóknirnar huguðu ýmsa sem veiklyndari
voru en Chaplín. Dieterle, sem gert hafði
myndina Hafnbann, fór að gera andkomm-
únistískar myndir. Orson Welles, sem flækt-
ist um Evrópu, varð sérfræðingur í hlut-
verkum sem leynt eða Ijóst var stefnt gegn
sósíalistum, eins og Cagliostro eða Þriðji
maðurinn. Edward Dmytryk, einn af „tí-
menningunum frá Hollywood“ glataði
sómatilfinningu sinni og fór að hera sakir
á félaga sína. Hann fékk fljótlega aftur
arðvænleg verkefni í Hollywood. En hinir
níu stóðu uppréttir og höfðu hluta af al-
menningsálitinu með sér. Chaplín skrifaði
undir ályktanir þeim til stuðnings ásamt
John Garfield, Farley Granger, Fred Zinne-
mann, John Huston, Robert Rossen, Wil-
liam Wyler. Og einn tímenninganna, John
IJoward Lawson, skrifaði úr fangelsinu,
þar sem þeir félagarnir áttu að dveljast í
eitt ár eins og óbreyttir glæpamenn, og
hafði Parnell Thomas sérstaklega í huga:
Að baki þessa litla hrossakaupmanns má
greina sterkari vilja. Þeir aðilar stefna að
því að homa á fasistískri stjórn í Banda-
ríkjunum. Þeir eru ehhi að reyna að þagga
niður í mér, heldur alþýðu manna. Þeir
œtla að lama þrótt lýðræðisins, skerða lífs-
kjörin, brjóla niður réttindi verhamanna,
o/sœkja blökkumenn, gyðinga og aðra þjóð-
ernisminnihluta og etja ohkur út í brjálœð-
islega styrjöld.
Þessi orð, sem hljómuðu út úr myrkrum
einhvers fangelsis á horð við Sing-Sing,
voru eins og áframhald á ræðu Chaplíns í
Einrœðisherranum eða boðskap hans í
Madison Square Garden.
288