Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um. Menn hafa margsinnis bent á líkingu með dróttkvæðum og elztu persónu- legum kvæðum írskum, og skal því hér aðeins bent á almenn atriði.1 Ofugt við hefðbundin ópersónuleg kvæði írsk, er einkenni elztu írskra per- sónulegra kvæða það að í þeim ríkir sögulegt efni, ættfræðilegt, staðfræðilegt, lögfræðilegt o. s. frv., það er einstakir þættir raunveruleikans. Þau eru full af nöfnum og staðreyndum, er bafa ekki almennt gildi. Einmitt höfundar slíkra kvæða nutu á írlandi hinu forna virðingar sem skáld. Lofkvæði og andstæður þeirra, níðkvæði, urðu ríkjandi tegundir í fornírskum kveðskap, og í báðum þessum tegundum voru öflugar leifar af töfrahlutverki orðsins. Loks er óvenju- mikil tilgerð í formi einkenni á verkum fornírskra skálda, eins og á dróttkvæð- um, en þessi tilgerð hefur alltaf vakið undrun rannsakenda. Menn undrast sér- staklega að þetta form skuli vera tilgerðarlegra í elztu kvæðum en á síðari tímum. Ofvöxtur skáldskaparforms hefur líklega átt sér stað fyrir upphaf rit- aldar á írlandi (sem annars verður ekki tímasett). 1 þessu sambandi er ein- kennilegt að þrátt fyrir augljósa almenna líkingu með fornírskum kveðskap og kveðskap dróttkvæðaskáldanna, á slíkur samanburður ekki heima í smá- atriðum; en ef svo væri yrði líka að gera ráð fyrir beinum áhrifum. Mögu- leikar á slíkum áhrifum eru annars vafasamir af ýmsum öðrum ástæðum, sem hér er ekki tækifæri til að ræða. í cngum öðrum bókmenntum Evrópu hefur varðveitzt kveðskapur líkur drótikvæðunum. Til dæmis er vafalaust að jafnvel grísk ljóðagerð stendur á síðara þróunarstigi. Hliðstæður dróttkvæða má fremur finna í austrænum bókmenntum og þá einkum í heiðnum arabískum kveðskap (það er frá því fyrir daga Islams).2 Eins og dróttkvæðin var arabískur kveðskapur fyrir tíma Islams persónu- legur og varðveittist í munnlegri geymd (þangað til lærðir múhammeðstrúar- menn skrifuðu hann upp á 8. og 9. öld). Helztu tegundir heiðins arabísks kveðskapar voru lofkvæði, sem voru talin eiga sér töframátt eins og níð- kvæðin. 1) Frekari greinargerð um elztu persónuleg kvæði írsk er að finna í eftirtöldum verk- um: K. Meyer: Uber die alteste irische Dichtung, Abhandlungen der preuss. Akademie d. Wiss., Phil.-hist. kl., 1913, 6; sami: Bruchstiicke der alteren Lyrik Irlands, Ahhand- lungen der preuss. Akademie d. Wiss., Phil.-hist. kl., 1919, 7; D. Hyde: A Literary history of Ireland, London 1899; E. Hull: A Text Book of Irish Literature, I—II, Dublin-London 1906—1908; D’Arbois de Jubainville: Introduction á l’étude de la littérature celtique, Paris 1883. 2) Greinargerð um þetta er í: C. Brockelmann: Geschichte der arabischen Literatur, Leipzig 1911; R. A. Nicholson: A Literary History of the Arabs, London 1907. 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.