Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 56
SIGFUS DAÐASON r Að vera Islendingur Hugleiðingar út aj Ritgerðahomum og rœðustújum ejtir Jón Helgason Fáir hlutir eru íslenzku sálarlífi jafnmik- il torfæra, jafnflókin |iraut og sjálf til- vera vor sem þjóðar. Oss finnst það ekki sjálfsagt mál að vér erum einmitt Islending- ar en ekki eitthvað annað. Þjóðernið er oss sívakandi spurning og gáta. Áður en vér spyrjum um tilgang þess að vér fæðumst í heiminn, leitum vér að réttlætingu þess að vér fæðumst í heiminn á íslandi. Vér fáumst varla svo við neitt almennt viðfangsefni, að það taki ekki lit af þessari afstöðu vorri. Það má leita þessu skýringar í þeirri sögulegu staðreynd að íslenzkt þjóðerni hef- ur í rauninni alltaf verið uppreisn, óhlýðni, og sífelld barátta. Það hefur ekki samræmzt góðum siðum og borgaralegu velsæmi, hehl- ur liefur það verið samvizkuspurning og þar af leiðandi uppspretta samvizkubits. Álykta mætti að þetla samvizkubit hefði gerzt minna áleitið eftir að íslendingar náðu full- veldi og sjálfstæði, — en ætli það væri ekki yfirborðsleg ályktun. Margt bendir til að íslendingar hafi einmitt verið sáttari við þjóðerni sitt á nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugiistu heldur en eftir að þeir áttu að fara að standa algerlega á eigin fót- um. Bjartsýnisölvun fyrstu fullveldisáranna togaðist á við engu tempraðri vantrú og vanmetakennd, svo að spurningin um þjóð- ernið liefur sennilega valdið meira grufli og sviða á þeim tíma sem tsland hefur talizt fullvalda ríki heldur en nokkurntíma áður. Almenningsálitið annars vegar og bók- menntirnar á hinn hóginn munu hvort á sinn hátt veita nógar heimildir um þessa sálrænu flækju; og raunar ætti mönnum varla að koma á óvart að hún hefur bæði útvegað uppistöðu hinnar auvirðilegustu lágkúru (t. d. í dagblöðuimm) og hinna mestu snilldarverka. Bók Jóns Iielgasonar, R.'tgerðakorn og rœðustújar * er ekki sízt dýrmæt fyrir þær sakir að í lienni er á sérstaklega þróttmik- inn og hnitmiðaðan hátt varpað ljósi á „samvizkubit" Islendinga út af þjóðerni sínu. Það má heita að þær 47 síður sem geyma „Ræðustúfa" séu ein samfelld hug- leiðing um íslenzkt þjóðerni, auk þess sem sitthvað miðar í sömu átt í ýmsum ritgerð- anna sem eru prentaðar í fyrri hluta hókar- innar. Reyndar gætu menn sagt að afstaða Jóns Helgasonar mótist að miklu leyti af því að liann liefur mestalla ævi sína dvalizt erlend- is. Ég ætla ekki að neita því. En þrátt fyrir það held ég megi líta á höfuðdrætti þeirrar afstöðu sem nokkuð trúa endurspeglnn á glímu íslendinga við vandamál þjóðernis- ins. — I fyrsta lagi eru íslenzkir mennta- menn (sem liljóta að hafa hér mikil áhrif) að meira eða niinna leyti mótaðir erlendis og bera þess merki allt sitt líf; í öðru lagi er Islendingum varla einu sinni nauðsyn- legt að hafa dvalizt langtímuni í útlöndum til að sálarlíf þeirra komist í þá sveiflu sem * Reykjavík 1959. Útg.: Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. 134

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.