Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 58
TIMARIT MÁLS OG MENNINGAR
er ekki fljótlesinn, þá má á hinn bóginn segja að þær ljái ritum hans sérstaka töfra: les-
andinn er fyrir bragðið beinlínis áborfandi að tilorðningu hugsunar hans.
Menn þurfa ekki að vera sammála Gramsci í hverju atriði til þess að meta rit hans. Óum-
deilanlegt er til dæmis að þessi andfasisti gat ekki gert sér í hugarlund allar afleiðingar
fasismans, — ekki frekar en hinir þýzku andfasistar fyrir stríð gátu haft ímyndunarafl til
að gera sér grein fyrir öðru en ofurlitlum skugga af hinu nazistíska æði. En hver hug-
mynd hans er vekjandi og umhugsunarverð. Skarpleiki hans, róleg og hlutlæg athugun á
hverju efni, ásamt jafnvægi sem vel mætti kalla latneskt, gerir rit hans að einhverju at-
hyglisverðasta framlagi til marxistískra bókmennta á síðustu áratugum.
Þau þrjú brot úr ritum Gramsci sem hér eru birt eru þýdd lauslega úr frönsku, en í
Frakklandi kom út úrval rita hans í einu bindi árið 1959: Œvres choisies. Editions sociales.
Paris
Um bókmenntagagnrýni
Listin er list en ekki pólitískur
áróður, meðvitaður og fyrirsettur.
Hindrar þessi hugmynd í raun og
veru mótun ákveðinna menningar-
stefna, sem geti verið spegill tímans
og styrkur ákveðnum pólitískum
straumum? Því virðist ekki svo hátt-
að, öðru nær. Það virðist að slík hug-
mynd geri viðfangsefninu róttækari
skil og geti orðið undirstaða árang-
ursríkari og þýðingarmeiri gagnrýni.
Setjum svo að ekki beri að leita að
öðru í listaverki en listrænum ein-
kennum þess. Þar með er ekki sagt að
menn skuli gefa upp á bátinn að leita
að því hvaða tilfinningasamstæða,
hvaða afstaða til lífsins gagntaki
sjálft listaverkið. Þetta er einmitt
sjónarmið sem viðurkennt er í fagur-
fræði nútímans. Það kemur fvrir
bæði hjá De Sanctis og Croce. Aðeins
því er neitað að listaverk geti verið
fagurt af siðferðilegu og pólitísku
innihaldi sínu án þess að vera fagurt
af forminu sem innihaldið hefur sam-
S.D.
einazt og samsamazt. Og ennfremur
þetta: það ber að athuga hvort lista-
verk hefur ekki mistekizt vegna þess,
að höfundurinn hefur verið afvega-
leiddur af hagnýtum viðfangsefnum
sem eru honum annarleg, það er að
segja tilgerð og óeinlæg. Það virðist
vera mergurinn málsins. X .. . vill af
tilgerð setja fram ákveðið innihald og
hann skapar ekki listaverk. Listrænn
vanskapnaður verksins (því X .. .
hefur sýnt að hann er listamaður í
öðrum verkum þar sem hann hefur í
raun og veru túlkað tilfinningar sínar
og reynslu) sýnir að X .. . er þetta
efni ómeðfærilegt og óþjált, að hrifn-
ing X .. . er tilgerð og fyrirskipuð,
að X ... er ekki í raun og veru lista-
maður í meðferð þessa efnis, heldur
þjónn sem vill þóknast herrum sínum.
Það er þá um tvennskonar fyrirbæri
að ræða: fagurfræðileg eða listræn,
og menningarpólitísk (þ. e. a. s. póli-
tísk). Reynist eitthvert listaverk sneytt
listrænu gildi, getur pólitískur gagn-
rýnandi notfært sér þá staðreynd til
136