Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 66
TIMARIT MALS OG MENNINGAR blöðunum. Sumar þessara fullyrðinga á báða bóga eru öfgafullar, kannski hrein fjarstæða. En margt af því sem við höfum borið á ykkur er ómengaður sannleikur, ömurlegar staðreyndir; við vitum það því að við höfum lifað það; þið vitið það ekki af því að þið hafið ekki lifað það. Það er staðreynd, að land okkar var póli- tísk nýlenda Bandaríkjanna, að minnsta kosti fram að stjórnartíð Roosevelts og jafn- vel lengur. Það er staðreynd, að landið okkar var efnahagsleg nýlenda bandarískra auðfélaga fram að byltingunni. Og öll þessi ár hefur í þessu landi okkar ríkt eymd og óþrifnaður, ólæsi og arðrán, leti og dugleysi — lífið þar hefur verið skrípamynd af mannlegu samfélagi (Frá 1902 til 1958 var aðeins einn nýr skóli reist- ur í Havana.) Það er markmið byltingarinn- ar að rífa okkur upp úr öllu þessu. Hafið þetta hugfast, Bandaríkjamenn, þegar þið lesið um það sem er að gerast á Kúbu nú í dag. Byltingin á Kúbu er að verki enn í dag. A morgun mun hún rísa annars staðar. Bylt- ing eins og okkar kemur ekki þó að einhver óski þess að hún komi — þó að það sé líka nauðsynlegt. Byltingar á okkar tímum spretta upp af eymd, upp af ástandi eins og ríkti á Kúbu. Þar sem slíkt ástand ríkir og þar sem fjöll eru nærri, þar munu brjótast út byltingar. Það er þess vegna sem hér á meginlandi Suðurameríku munu verða slík umbrot, að ykkur hefur aldrei dreymt um þvílík ósköp. Það er ekki hægt að kaupa upp byltingu með 500 milljón dollara efna- hagsaðstoð. Það er hægt að kaupa upp sum- ar ríkisstjórnir í Suðurameríku — en þær eru ekki 500 milljón dollara virði. Það er hægt að fá þær fyrir miklu minna! Hvað gerist þegar þjóðir allra þessara landa í Suðurameríku uppgötva hina geysi- miklu auðlegð sína, mitt í fátækt sinni, og horfa síðan yfir til Kúbu litlu og sjá að hún er ekki lengur fátæk? Hvað gerist þá? Okkur er sífellt tjáð, að við eigum öll hlutdeild í „vestrænni menningu". En er það rétt — eigum við öll hlutdeild í henni? Við Suður- og Miðameríkubúar deyjum nú að meðaltali þrjátíu og fimm ára gaml- ir. Þið Bandaríkjamenn lifið fram yfir sex- tíu og fimm ára aldur. Bændur okkar í Bóli- víu, Perú, Venezúela og til skamms tíma á Kúbu, ólæsir og hrjáðir af hungri og sjúk- dómum — eiga þeir hlutdeild í sömu „vest- rænu menningunni“ og þið? Ef svo er, er það þá ekki kúnstug menning þar sem slíkt og þvílíkt viðgengst? A meðan slíkt og þvílíkt viðgengst væri kannski bezt að við Suðurameríkubúar gerðum okkur Ijóst, að sú þjóð sem við er- um hluti af á enga hlutdeild í menningu ykkar Norðurameríkumanna. Hungur er hungur. Það er ekki mikill munur á því að deyja innan við þrjátíu og fimm ára aldur sem verkamaður hjá Fruit Company í Miðameríku og að deyja í Suð- urafríku sem verkamaður í demantsnámu. Sjúkdómur er sjúkdómur. Og ólæsi er eins á öllum tungumálum: ólæs þjóð á sér enga sögu; hún er aðeins að hálfu leyti menn. Nærri helmingur okkar Suðurameríkubúa eru frumstæðar skepnur af því tagi — við erum ólæsir. Hvaða gildi hefur „hinn frjálsi heimur" ykkar Bandaríkjamanna fyrir okk- ur? Ef þið eruð enn þeirrar skoðunar, að við eigum hlutdeild í sömu vestrænu menningu og þið, og ef þið metið einhvers þá menn- ingu — hvert svo sem gildi hennar er fyrir ykkur — þá væri hollt fyrir ykkur að kynna ykkur hvað er að gerast innan þeirra endi- marka sem þið teljið landamæri hennar. Það er kominn tími til þess að þið vitið, að um allan heim hefur verið að magnast hatur á ykkur fyrir það sem stjóm ykkar og auðfélög hafa gert. Fáar fréttir af þessu 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.