Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 66
TIMARIT MALS OG MENNINGAR blöðunum. Sumar þessara fullyrðinga á báða bóga eru öfgafullar, kannski hrein fjarstæða. En margt af því sem við höfum borið á ykkur er ómengaður sannleikur, ömurlegar staðreyndir; við vitum það því að við höfum lifað það; þið vitið það ekki af því að þið hafið ekki lifað það. Það er staðreynd, að land okkar var póli- tísk nýlenda Bandaríkjanna, að minnsta kosti fram að stjórnartíð Roosevelts og jafn- vel lengur. Það er staðreynd, að landið okkar var efnahagsleg nýlenda bandarískra auðfélaga fram að byltingunni. Og öll þessi ár hefur í þessu landi okkar ríkt eymd og óþrifnaður, ólæsi og arðrán, leti og dugleysi — lífið þar hefur verið skrípamynd af mannlegu samfélagi (Frá 1902 til 1958 var aðeins einn nýr skóli reist- ur í Havana.) Það er markmið byltingarinn- ar að rífa okkur upp úr öllu þessu. Hafið þetta hugfast, Bandaríkjamenn, þegar þið lesið um það sem er að gerast á Kúbu nú í dag. Byltingin á Kúbu er að verki enn í dag. A morgun mun hún rísa annars staðar. Bylt- ing eins og okkar kemur ekki þó að einhver óski þess að hún komi — þó að það sé líka nauðsynlegt. Byltingar á okkar tímum spretta upp af eymd, upp af ástandi eins og ríkti á Kúbu. Þar sem slíkt ástand ríkir og þar sem fjöll eru nærri, þar munu brjótast út byltingar. Það er þess vegna sem hér á meginlandi Suðurameríku munu verða slík umbrot, að ykkur hefur aldrei dreymt um þvílík ósköp. Það er ekki hægt að kaupa upp byltingu með 500 milljón dollara efna- hagsaðstoð. Það er hægt að kaupa upp sum- ar ríkisstjórnir í Suðurameríku — en þær eru ekki 500 milljón dollara virði. Það er hægt að fá þær fyrir miklu minna! Hvað gerist þegar þjóðir allra þessara landa í Suðurameríku uppgötva hina geysi- miklu auðlegð sína, mitt í fátækt sinni, og horfa síðan yfir til Kúbu litlu og sjá að hún er ekki lengur fátæk? Hvað gerist þá? Okkur er sífellt tjáð, að við eigum öll hlutdeild í „vestrænni menningu". En er það rétt — eigum við öll hlutdeild í henni? Við Suður- og Miðameríkubúar deyjum nú að meðaltali þrjátíu og fimm ára gaml- ir. Þið Bandaríkjamenn lifið fram yfir sex- tíu og fimm ára aldur. Bændur okkar í Bóli- víu, Perú, Venezúela og til skamms tíma á Kúbu, ólæsir og hrjáðir af hungri og sjúk- dómum — eiga þeir hlutdeild í sömu „vest- rænu menningunni“ og þið? Ef svo er, er það þá ekki kúnstug menning þar sem slíkt og þvílíkt viðgengst? A meðan slíkt og þvílíkt viðgengst væri kannski bezt að við Suðurameríkubúar gerðum okkur Ijóst, að sú þjóð sem við er- um hluti af á enga hlutdeild í menningu ykkar Norðurameríkumanna. Hungur er hungur. Það er ekki mikill munur á því að deyja innan við þrjátíu og fimm ára aldur sem verkamaður hjá Fruit Company í Miðameríku og að deyja í Suð- urafríku sem verkamaður í demantsnámu. Sjúkdómur er sjúkdómur. Og ólæsi er eins á öllum tungumálum: ólæs þjóð á sér enga sögu; hún er aðeins að hálfu leyti menn. Nærri helmingur okkar Suðurameríkubúa eru frumstæðar skepnur af því tagi — við erum ólæsir. Hvaða gildi hefur „hinn frjálsi heimur" ykkar Bandaríkjamanna fyrir okk- ur? Ef þið eruð enn þeirrar skoðunar, að við eigum hlutdeild í sömu vestrænu menningu og þið, og ef þið metið einhvers þá menn- ingu — hvert svo sem gildi hennar er fyrir ykkur — þá væri hollt fyrir ykkur að kynna ykkur hvað er að gerast innan þeirra endi- marka sem þið teljið landamæri hennar. Það er kominn tími til þess að þið vitið, að um allan heim hefur verið að magnast hatur á ykkur fyrir það sem stjóm ykkar og auðfélög hafa gert. Fáar fréttir af þessu 144
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.