Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR VINDUR Vindur strýkur fjöll vekur grösum saung reitir haf til reiði greiSir í sundur ský lœtur þvottastag sveiflast og veifa fánum marglitum klœðum manna kvenna barna og þeirra sem ganga að heiman til vinnu vindur sem strýkur fjöll gras sem bylgjast í breiðum liaf sem báti vaggar föt sem hanga til þerris líf sem líður hjá Á GÁLMARSSTRÖND Fjöll eru há og fjörðurinn djúpur fúnar mýrar og grýttir ásar. Á bœjunum fólkið fœði sitt étur flettir Tímanum hlustar á útvarp Túnglið lýsir um lautir og hóla Ijósar grundir og blásna mela. Kroppar tittlíngur tófa gargar traktorinn rauður á hlaðinu bíður. 236

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.