Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 18
Tímarit Máls og menningar
í menntaskólanum fékk ég sérstakan áhuga á atómfræði og mun það hafa
ráðið mestu um val mitt á námsgrein.
Atvinnuhorfur að námi loknu voru alls ekki teknar til greina við þá ákvörð-
un og yfirleitt held ég að ég hafi á þessum árum lítið brotið heilann um,
hvaða starf biði mín að námi loknu.
Varstu e/cki einn af fyrstu íslendingum sem lagt hafa stund á eðlisfrœði,
eða hverjir voru komnir á undan?
Mér er kunnugt um tvo eldri eðlisfræðinga íslenzka, þá dr. Þorkel Þorkels-
son og dr. Svein Þórðarson.
Fengu þeir verkefni í frœðigrein sinni?
Dr. Þorkell var forstjóri Veðurstofunnar um langt skeið og kom m. a. á fót
jarðskjálftamælingum, og fékkst einnig mikið við rannsóknir á hverum. Dr.
Sveinn hefur fyrst og fremst fengizt við kennslustörf og starfar nú við skóla
í Kanada.
Þorkell Þorkelsson lauk námi í Höfn 1903, svo að fjörutíu ár líða þar til þú
útskrifast þriðji eðlisfrœðingur í röðinni. Og hvað eru nú margir eðlisfrœð-
ingar hér að störfum og við nám?
Hér munu vera starfandi fjórir eðlisfræðingar, auk nokkurra sem hafa
eðlisfræðilega tæknimenntun. Álíka margir íslenzkir eðlisfræðingar eru starf-
andi erlendis, og yfir 20 íslenzkir stúdentar eru við eðlisfræðinám við erlenda
háskóla.
Hvenœr komstu heim og hvaða starf bauðst þér? Hvernig var viðhorfið
til vísinda og þeirra sem vildu ryðja þar nýjar brautir?
Ég kom heim síðla vetrar 1945, rétt fyrir styrjaldarlokin, og hafði þá staldr-
að við í Svíþjóð á annað ár. Um vorið starfaði ég á vegum Rannsóknaráðs
ríkisins að athugunum á tæringu og úrfellingu af völdum hveravatns, enda
þótt það viðfangsefni væri engan veginn á mínu sviði.
Um sumarið bauðst mér síðan Rockefellerstyrkur til lífeðlisfræðináms í
Bandaríkjunum. Það var Björn Sigurðsson, forstöðumaður Tilraunastöðvar
Háskólans að Keldum, sem bauð mér styrkinn með það fyrir augum að ég
yrði síðar starfsmaður tilraunastöðvarinnar.
Ég hafði helzt kosið að vinna að rannsóknarstörfum og þar sem mér virtist
heldur vonlítið að fá aðstöðu til að stunda rannsóknir í sérgrein minni, tók
ég þessu tilboði fegins hendi.
Ég fór svo að fást við vírusa og aðrar smáverur og þótti þær raunar all-
8