Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 47
Hin útvalda vígsluna tengdi gimd líkamans þau böndum, síðan afleiðing hennar: bömin; en tæplega fertug áttu hjónin fátt sameiginlegt annað en húseign og örlitla bankainnstæðu. Þau duldu kynþreytu hvort á öðru. Hún sagði við hann á kvöldin: Guð veit ég væri fyrir löngu orðin uppgefin í þessu víti, strandaði ekki allt á lúshægum uppvexti barnanna. Hann svaraði engu, en hugsaði: hreyfi ég hönd eða fót þá er mér hús og innstæða töpuð. Af þessum ástæðum kaus Sveinn að þola óþolandi sið Katrínar, að rjúka að heiman hvenær sem þeim sinnaðist. Brottför hennar gekk hljóðalaust; þannig: Katrín setti upp fýlusvip í eld- húsinu, tróð fingrum í vettlinga í ganginum, vafði trefli um hálsinn í dyrun- um, klæddist vetrarkápu á tröppunum (eins og aðrar konur hafði hún að sjálfsögðu ekki getað fengið sér nýja kápu í fjögur ár), sneri inn aftur og kvaddi ekki laus við angurværð og klökkva. Nú verð ég ekki lengur hér til að rífast í og elda, sagði hún reiðilaust. Stundum kyssti hún yngsta harnið á kinnina, en bað hin um að varðveita minningu um móður sína í hjartanu. Stundarkom leit hún tárvotum hænar- augum á Svein — og hurðin féll að stöfum. Sveinn stóð ráðþrota eftir á gólf- inu, ekki gjörsneyddur sektarkennd, í tómlegu eldhúsinu og andvarpaði: Hér sjáið þið alvöru lífsins. Mamma ykkar farin. Þið verðið sjálf að þvo matarílátin. Katrín var slungin kona. Þótt hún kæmist aldrei að heiman fyrir kápuleysi, af því stóð oftast styrinn, kom reiðihamur henni oftast í kápustað, bæði hlýrri og skjólbetri, svo Sveini varð oft hugsað: þar sem kápan endar þar tekur reiðihamurinn við. Katrín var frámunalega nægjusöm í þeim efnum, hún notaði alltaf sama haminn, sem ekkert beit á, en þótt hún hefði hann, óskaði hún einskis heitara en þess, að Sveinn gæfi sér kápu — bara svo hún gæti fleygt henni framan í hann. Þessi skjólflík hennar var samt búin einum ókosti, hún rann af henni áður en minnst varði. Það voru þess vegna ekki einungis bömin, sem héldu henni áfram í hjónabandi, heldur einnig kápuleysið. Hug- ur hennar var síbundinn kápunni — ég get hvorki skilið né dvalið í hjóna- bandi vegna kápuskorts hugsaði hún — og í höfði hennar hafði myndazt sú andlega spenna, sem oft er undirrót mannlegra stórviðburða. Katrín þekkti alla felustaði, sem ekki kröfðust nýrrar kápu, til að mynda skjólgóðan klett. Þar sat hún á sumrin, en á veturna, ef kalt var úti, kaus hún hænsnakofa nágrannanna. Hún dvaldi aldrei tvö köst í röð í sama kof- anum. Til skiptis hímdi hún undir húströppum eða brauzt inn í kartöflu- geymslur. 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.