Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 49
Hin útvalda HvaS kúlu og konu fór í milli á geimferðum þeirra ber læknavísindunum ekki saman um. ,,Sjálf veit ég ekkert; ég bara féll á gólfið og slengdi höfðinu í gírstöng. Kannski hefur hún notfært sér ástand mitt, ég veit það ekki. Ég minnist eingöngu undarlega skammvinnrar sælu innan gæsalappa.“ Þessi at- burður endurtók sig nokkrum sinnum. AS lokinni hálftíma siglingu skilaði hylkið henni aftur undir klettinn. Katrín gekk þá heim eins og ekkert hefði ískorizt, komst í reiðiham næsta kvöld og mætti á stefnumót undir klettinum á sama stað og sama tíma. í hylkinu kom sama kúlan — „eða ég merkti ekki annað“ — en hún var búin ýmsum hylkjum, sumum í bízantískum, öðrum gotneskum (í síðgotneskum stíl að því er bezt verður vitað), enn öðrum í rókókóstíl eða samruna allra þessara stíltegunda.1 Katrín varð frá sér numin af viðhöfninni, undi ekki nema tíu mínútur nálægt slorgalla og frystihúsa- fýlu af Sveini, eftir að hann kom heim á kvöldin, og stökk að klettinum. En hann merkti engar breytingar á konu sinni aðrar en þær, að innan klæða var hún þakin krónustórum marblettum, eins og henni hefði verið tekið marið blóð með sogskálum, og líkami hennar hreinsaður af sora, sem hann ævin- lega var að loknum reiðiköstum, þegar hjónin léku leiki, sem þau að öllu eðlilegu mundu hafa borið kinnroða fyrir, einni saman ímynduninni, svo heilbrigð voru þau í hugsun hversdagslega. Hann spurði hana lauslega um þessa marbletti, og Katrín sagði þá einfaldlega stafa af vítamínskorti og of mikilli inniveru. Nú, ég kemst ekkert kápulaus, sagði hún, nema eftir að dimmt er orðið. Honum fannst samt nóg um útivistir hennar, og ákvað að taka fyrir þær þegar færi gæfist. Eitt sinn, þegar hún var of sein með mat, og hafði í stað þess að elda rokið í að leggja sængurver í bleyti, læsti hann hana inni í þvottahúsi. Um leið og hún varð þess vör hamaðist hún á dyrunum, æpti og hótaði að éta vítissóda eða drekka klór, ef hann opnaði ekki Hann heyktist að lokum, en tókst að halda henni í prísundinni það lengi að komið var fram yfir venjulega stefnumótsstund hjá klettinum. Katrín hímdi þar í veikri von fram eftir nóttu, en án árangurs. Hylkið var komið og farið. Þegar hún kom heim, sigin og fótaþung, beið Sveinn eftir henni andvaka og stríddi við lund hennar undir fiðursænginni til morguns. Þá ætlaði hann að fara til vinnu, en Katrín vissi hvað klukkan sló og lét til leiðast yfirbuguÖ við rúmgaflinn hjá fótapúðanum. Hún spyrnti sér upp í rúmið á hælum og 1 Sambreyskjustílnum svonefnda, sem ber vott um íslenzkan uppruna. En þá stíltegund hafa íslenzkir byggingameistarar sótt til vissrar tegundar hrossakjöts. Tómas Jónsson. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.