Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 55
Helreið
nora (lítur út): Hann er að koma, og hefur hraðan á.
(Bartley kemur inn og litast um í eldhúsinu. Rödd hans er
lág og dapurleg).
bartley : Hvar er nýi kaðalspottinn, Cathleen, sem var keyptur í Connemara?
CATHLEEN (kemur niður): FáSu honum hann, Nora, — hann hangir á nagla
hjá hvítu borSunum. Ég hengdi hann þar í morgun, því svartfætta svíniS
var að japla á honum.
nora (fœr honum kaðalinn): Er það þetta, Bartley?
maurya: Þú gerðir vel, Bartley, að lofa þessum spotta að hanga hjá borð-
unum. (Bartley tekur við kaðlinum). ÞaS verður þörf fyrir hann hér,
máttu vita, ef Michael skolar á land í fyrramálið, eða morguninn þar á
eftir, eða hvaða morgun sem væri í vikunni, því það er djúp gröf sem
við tökum honum, ef guð lofar.
bartley (tekur að hantéra kaðalinn): Ég hef ekkert heizli á merina til að
ríða við þennan spöl, og nú verð ég að skunda af stað. Þetta er eini bátur-
inn héðan í tvær vikur eða lengur, og ég heyrði þá segja í neðra að þetta
yrði góður hrossamarkaður.
maurya: Þeir munu segja ljótt í neðra, ef líkinu skolar á land og enginn
maður heima til aS banga saman kistunni, og ég búin að kaupa dýrum
dómum fínustu hvítu borðin sem finnast í Connemara.
(Hún virðir borðin fyrir sér).
bartley: Hvernig ætti því að skola á land, og við sem höfum leitað á hverj-
um degi í níu daga samfleytt og sterkur vindur staðið um tíma að vestan
og sunnan?
MAURYA: Þó það hafi ekki fundizt, þá er vindurinn að róla upp hafinu, og
það var stjarna í grennd við tunglið, og skín aftur í nótt. Þó það væru
hundrað hestar, eða þó maður ætti þúsund hesta — hvað eru þúsund
hestar hjá syni, þegar sonurinn er aðeins einn?
bartley (vinnuT að múlnum, við Cathleen): Þú gáir að kindunum á hverj-
um degi, Cathleen, að þær troði ekki rúginn niður, og ef gripakaupandinn
kemur, geturðu selt svartfætta svínið, ef hann gefur gott verð.
maurya: Hvernig ætti hún tuskan aS fá gott verð fyrir svín?
bartley (við Cathleen): Ef vestanvindurinn helzt þangað til tunglið er
þorrið, þá skuluð þið Nora fara og draga saman þara í annan bing. ÞaS
verður enginn leikur fyrir okkur frá þessum degi, með aðeins einn vinn-
andi mann.
MAUrya: Það verður sannarlega enginn leikur fyrir okkur frá þeim degi,
45