Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 77
U ndrabarnið hitna í hamsi og hættir nú að hverfa bak við skerminn, og fer niður í sal til mömmu og umboðsmannsins. Fólkið stendur á milli stólanna, sem það hefur stjakað í allar áttir. Það klappar og ryðst áfram svo að það geti skoðað Bibi í nálægð. Suma langar líka til að skoða prinsessuna. Fyrir framan sviðið myndast tvær þéttar hvirfingar utan um undrabarnið og utan um prinsess- una, og ekki er gott að sjá hvort þeirra það er, sem kallar saman þessa hirð. En hirðmærin víkur sér að Bibi samkvæmt skipun. Hún strýkur og togar svolítið í silkijakkann hans til að gera hann hirðhæfan, leiðir hann fyrir prinsessuna og gefur honum, alvarleg í bragði, vísbendingu um að kyssa á hönd hennar hátignar. „Hvernig ferðu að þessu, barn?“ spyr prinsessan. „Dettur þér þetta ósjálfrátt í hug, þegar þú sezt við hljóðfærið?“ — „Oui, Madame“, svarar Bibi upphátt. En hann hugsar með sjálfum sér: „Æ, hvað þú ert vitlaus, gamla prinsessa ...!“ Síðan snýst hann á hæli, feiminn og óháttvís, og fer aftur til síns vandafólks. Úti í fatageymslunni er örtröð og ringulreið. Sumir ota fram númerum sínum, aðrir taka opnum örmum á móti loðkápum, klútum og skóhlífum, sem þeim er rétt yfir borðið. Einhvers staðar stendur píanókennarinn í kunningjahóp og gagnrýnir tónleikana: „Hann er nú ekki mjög frjór,“ segir hún hárri röddu og skimast um ... Tveir bræður, háðir klæddir einkennisbúningi lautinanta, standa fyrir framan stóran veggspegil og hjálpa ungri tiginmannlegri systur sinni að klæðast samkvæmiskápu og loðskóm. Hún er forkunnarfögur — augun stál- blá og andlitið reglulegt —, þetta er hreinræktuð aðalsmær. Þegar hún er komin í fötin, bíður hún eftir bræðrum sínum. „Stattu ekki svona lengi fyrir framan spegilinn, Adolf,“ segir hún lágt og gremjulega við annan þeirra. Hann getur ekki slitið sig frá snoturri einfeldningslegri spegilmynd sinni. Jæja, það er naumast! Adolf lautinant finnst nú að hún geti náðarsamlegast beðið á meðan hann leyfi sér að hneppa að sér einkennisfrakkanum! Síðan halda þau af stað. Úti á götu flöktir dauf skima bogaljósanna í snjómugg- unni. Adolf lautinant brettir upp frakkakraganum, stingur höndum í ská- setta vasana og bregður svo á leik, stígur fáein steppspor á svellinu, til að halda á sér hita. „Að sjá þelta barn!“ hugsar stúlka sem gengur á eftir þeim í fylgd skugga- legs ungmennis. Hún er ógreidd og vingsar handleggjunum á göngunni. „Þetta er barn, sem hægt er að láta sér þykja vænt um. En þarna inni var aftur barn, sem hægt er að sýna lotningu ...“ Og hún segir sterkri, hljóm- lausri röddu: „Við erum öll undrabörn, við sem sköpum list.“ 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.