Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 4
Tímarit Máls og menni ngar Fróðskaparsetri Færeyinga alll scm Jjeir iétu á prent eftirleiðis og að stuðla að Jiví að aðrir gerðu slíkt hið sama. Bókaútgáfa Færeyinga er furðu fjölskrúðug, miðað við ailar aðstæður, og bókasala svo mikil að Islendingar hafa sennilega ekki af miklu að státa um upplagsstærðir að tiltölu við Færeyinga. i sambandi við víkingafundinn var sett upp sýning á þeim færeyskum bókum sein fáanlegar voru lijá bóksölum þar. l>að sem kom einna mest á óvart var að iang- flestar bækurnar voru nýútkomnar eða aðeins örfárra ára gamlar. Skýringin er einfaldlega sú að flestar færeyskar bækur seljast upp á skömmum tíma, þrátt fyrir fámenni og barða samkeppni við erlendar bækur. Við íslendingar vitum fátt um færeyskar nútímabókmenntir, og er ekki vansalausl, því að engum ísiendingi er ofætlun að lesa færeysku ef liann nennir að ieggja á sig smávegis fyrirhöfn í uppbafi. Færeyingar gera okkur þar áreiðanlega skönuu lil, því að ég hygg að miklu fleiri Færeyingar hafi lesið íslenzkar bækur en Islendingar færeyskar. Bóksalar í báðum löndum hafa verið' áhugalitlir um að skiptast á bókum; mun þar iíkt á komið með báðum, að hvorki fást íslenzkar bækur í færeyskum bókabúðum né færeyskar í íslenzk- um. En full ástæða væri til að hér yrði breyting á, sem komið gæti báðum að nokkru gagni. Þýðingar erleudra bókmenuta á færeysku eru bvorki margar né miklar að vöxtum, euda naumast við því að búast. Þeim mun merkilegra er að mestu verkin sem út hafa komið í færeyskri þýðingu síðustu árin eru þýdd úr íslenzku, en þar cr um að ræða hvorki meira né minna en þýðingu á Heimskringlu og Laxdælu. Þýðandinn er Bjami Niclasen, kennari við kennaraskólann í Þórshöfn. Hann byrjaði á þessu verki i tómstundum sínum fyrir nokkrum árum, og af mikilli bjartsýni bundust liann og nokkrir aðrir áhugamenn sam- tökum uni að koma Heimskringlu á prenl. Þeir fengu léðar myndir norskra listamanna úr hinni myndskreyttu útgáfu á norsku Heimskringluþýðingunni seni var gefin út um aldamótin síðustu, og gerðu útgáfuna úr garði með snyrtimennsku og myndarskap í alla staði. Heimskringla var prentuð í 2000 eintökum (sem mundi að tiltölu við fólksfjölda samsvara 11—12.000 eintaka upplagi á íslandi) og gefin út í heflum á árunum 1961—64. Bjartsýni útgefenda reyndist ekki hafa verið um skör fram, því aó í sumar var mér sagt að bókin væri því uær uppseld. Bjarni Niclasen lagði síður en svo árar í bát; þegar Heimskringlu var lokið tók hann til við að þýða Laxdælu, en sú þýðing kom út á þessu ári og hefur þegar selzt mikið. Og enn lét Bjarni skammt stórra höggva í milli; hann er nú langt kominn að þýða Njálu, og má gera ráð fyrir að hún konii út á færeysku áður en langt um líður. Nú skyldu menn ætla að Bjarni Niclasen væri málfræðingur eða bókmenntamaður, en svo er ekki; hann er kennari í stærðfræði og eðlisfræði. En hann er áhugamaður í orðsins bezta skilningi, og um dugnað hans þarf enginn að fara í grafgötur sem kynntist ötulleika hans í starfi aðalritara víkingafundarins í sumar, en því gegndi hann af miklum myndar- skap og við almennar vinsældir allra viðstaddra. Mig brestur þekkingu á færeyskri tungu til að dæma um mál og stíl þýðinganna, en sala bókanna sýnir ótvírætt að færeyskir lesendur hafa kunnað að meta þær. Og fslend- ingar ættu ekki síður að meta það framtak sem hér hefur verið sýnt og draga af því þann lærdóm að okkur ber skylda til að leggja eitthvað af mörkum lil að kynna færeyskar bókmenntir og færeyska menningu hér á landi frernur en gert hefur verið hingað til. /. B. 114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.