Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 21
Mannlíj licr jyrir landnámstíð spendýra, og ekki hefur skort hér ætijurlir sein hafa þótt hnossgæti á inið- öldum, hvönn, skarfakál, söl, ber og fjallagrös. Kýr voru ekki nauðsyn öðrum en þeim sem ætluðu að eignast hér börn og stofna þj óð, einsog norrænir menn voru ráðnir í. Einsog ég tók fram áðan þá er það á misskilníngi reist ef menn halda að írskir papar hafi verið klausturmenn og forgángsmenn í landbúnaði eftir fordæmi meginlandsmúnka. Oðru nær, þessir menn voru að flýa heim- inn, og ekki aðeins leita burt úr mannabygðum, frá jarðneskri hagsæld, heldur og burt frá kirkjum og klaustrum einsog hverjum öðrum hégóma sem drægi hug manns frá guði sjálfum. Fáir lofa einbýli sem vert er, hefur líkast- til verið þeirra einkunnarorð. Þó þessi fornkristna stefna hafi aldrei rutt sér til rúms á meginlandi Evrópu var hún sérkenni írskrar fornkristni aungu síður en kristni Miðjarðarhafsbotna, með þeim mismun að írskir anakóretar leituðu í útsker í staðinn fyrir eyðimerkur. Ekkert var þessum helgum útilegu- mönnum fjær skapi en reisa kirkjur. Grjóthreysi og hellisskútar dugðu þeim. Hugmyndir um kirkjusmíðar og önnur mannvirki írskra anakóreta í Vest- manneyum og á Síðu virðast mér eitthvað úr lausu lofti gripnar. An efa hefur mörgum fræðimanni boðið í grun að „þrælasagan“, sem Björn Þorsteinsson nefnir svo, dráp Hjörleifs og hefnd Ingólfs, einsog frá segir í Landnámu, sé ekki beinlínis sagnfræði fremur en yfirleitt öll sú hold- rýra munnmælakenda frásögn af tveim frumherjum, Ingólfi og Hjörleifi, sem grundvölluðu íslandsbygð samkvæmt alkunnu munstri jafnt úr klassisk- um sem kristilegum sagnfræðitilbúníngi (Rómúlus og Remus grundvölluðu Róm, Pétur og Páll heilaga kirkju, Hengist og Horsa ríki eingilsaxa osfrv.). Björn Þorsteinsson kallar þrælasöguna heimild um að eitt fyrsta verk nor- rænna manna hér á landi hafi verið „að drepa írskt fólk“. Ætli ekki eitthvað sé bogið við heimildargildi þeirrar sögu — jafnvel þó því sé gert á fæturna að þetta „írska fólk“ hafi búið í Vestmanneyum þegar landnámsmenn komu. Kanski verður seint úr því skorið og mart þarf að athuga í sambandi við söguna áður en hægt sé að sporðrenna henni, — þó ekki væri annað en rannsaka líkur fyrir því hvort Hjörleifur sé sannsöguleg persóna. (Ari tekur að minsta kosti ekki mark á honum). Um skyldleika íslendínga við kelta er víst hinsvegar ekki að efast, þó ekki væri öðru til að dreifa en niðurstöðum blóðflokkamælínga á okkur og írum, auk margra annara vísbendínga af heimi staðreynda, en það er önnur saga. 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.