Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 27
Húsin hann og sagöi: Gættu aö hvað þú segir. Og rétt í sama muncl kom Katrín inn. Ciccotto yppti öxlum. Katrín hafði meðferðis líkjör á flösku sem hún setti á borðið. Hún tók þrjú staup út úr skáp og fyllti þau hægt, sneri sér að okkur og bauð okkur með hispurslausu brosi að bragða á þessu. Við drukkum öll, og Ciccotto smjattaði. Katrín lét einnig kveikja í sígarettu fyrir sig og sat þvínæst reykj- andi og blakaði á sig lofti. Við röbbuðum saman stundarkorn og Ciccotto stríddi henni og spurði hvort það væri gestagangur hjá henni, úr því hún ætti bæði sígarettur og gott vín. Katrín var enginn bjáni og lét hann ekki koma að tómum kofunum hjá sér. Hún sat með krosslagða fætur og var ekkert lik því að vera vinnu- kona. Eg hafði veitt því athygli, að þegar hún hafði skroppið inn í hitt her- bergið, var hún búin að skipta um pils þegar hún kom aftur, og auk þess höfðu varirnar fengið á sig meiri roða. Ciccotto fékk hana til að tala um það sem á daga hennar hafði drifið og þau töluðu og töluðu. Ég hlustaði undr- andi á hana. Katrín hlaut að hafa verið eiginkona eða frú heldri manns. Hún talaði um það, þegar vinir komu heim til hennar, hljómsveit lék og það var dansað öll kvöld. Við drukkum og hlógum. Ciccotto leit einu sinni í kringum sig og tuldraði: — Ætli heyrist ekki til okkar? Katrín yppti öxlum, rjóð orðin í framan, og sagði að enginn væri í herberginu. Ég velti því fyrir mér hversvegna Ciccotto hefði sýnt þessa aðgætni. En nú barst talið að húsbændunum, og Ciccotto spurði hvort ekkjan hefði gifzt aft- ur. — Langar þig til að vita það? spurði Katrín og gerbreytti um svip. Cic- cotto hló. Ég spurði þá hve lengi þau hefðu þekkzt, og Ciccotto byrjaði að segja frá því. Hann horfði illkvittnislega á hana um leið og hann sagði frá. Hann sagði, að sunnudag nokkurn, þegar húsið var autt, hefði húsmóðirin, ekkjan, komið óforvarandis inn í þetta herbergi (Katrínroðnaðiogókyrrðist) og komið að þeim í rúminu því arna, látið sér þó fátt um finnast, en sagt honum að klæða sig í návist sinni, og hann hefði ætlað að gera það, en Katrín hefði dregið sængina upp yfir höfuð honum í hitasvækjunni, afbrýðis- söm einsog allar konur. Ég hlustaði og horfði á hann til að forðast að líta á Katrínu, og sagði: — Og klæddirðu þig svo? Þá var Katrínu allri lokið og hún hrópaði: — Þú! Víst klæddirðu þig. Þú ert nógu bíræfinn, það vantar þig ekki, hvað sem öðru líður. Ciccotto hló. Katrín fól andlitið í höndum sér. Mér er eiður sær, að ég vildi helzt af öllu koma mér burt. En í stað þess horfði ég á dyrnar og vissi ekki hvað segja skyldi. Ciccotto reis á fætur og 137
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.