Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 38
Tímarit Máls og menningar næstum því komin fram á varir hans, þegar skógarvörðurinn bar lítið vax- kerti fram hjá honum. Jarðeigandinn horfði á hversu hátíðlega hann bar það, hrukkaði ennið milli augnanna eins og til áherzlu, en sjálfum var honum ekki rótt innanbrj ósts. Hinn deyjandi maður tók við kertinu, setti það hjá sér á matborðið, svo lagðist hann út af á bakið. Allt í einu fór óðalsherrann að tala: „Heyrðu, maður minn, hvað varst þú eiginlega að gera?“ „Það hafa einhverjir lamið hann með lurkum ... hefur hann sagt mér,“ sagði skógarvörðurinn ... „Þeir voru víst eitthvað að rífast út af lands- spildu. Svo hafa þeir lamið hann bæði á bak og brjóst ... hann er allur hel- marinn.“ Oðalsherrann leit nú aftur á sjúklinginn og er hann horfði í stór, galopin þjáningarfull augu hans, minntist hann skyndilega hvernig hann hafði barið hann með blýhnúðnum. Hann leit undan og spurði lágt og vandræðalega: „Hvaðan er hann eiginlega og hvað hefur hann fyrir stafni?“ Allt í einu fór sjúki maðurinn að stynja og rétti fram báðar hendur, eins og til að verja sig, — blakkar sólbrenndar hendur, hnýttar og skorpnar, harð- ar eins og hrís, það voru hendur ánauðugs erfiðismanns. „Hann er verkamaður ...“ sagði skógarvörðurinn lágum rómi. „Vesæll erfiðismaður er ég ...“ andvarpaði sjúklingurinn og galopnaði augun svo skein í hvítuna. „Einhverjir strákar hafa kramið mig í sundur ... Barnið mitt dó og ég hafði enga peninga til að kosta útförina, svo ég ætlaði að fara með eitt vagnhlass af viði á markaðinn.“ Hann fékk hósta ... svo þurrkaði hann rólegur hlóðstrauminn af vörunum með erminni sinni. Svo leit hann snöggvast á óðalsherrann með annarlegu, stjörfu augnaráði. „Hvað á ég nú að gera?“ hóf hann aftur mál sitt í breyttum, djúpum rómi: „Nú segi ég sem svo: Ég kvongast ...“ Hann þagnaði og horfði fast í andlit óðalsherrans. Enn að nýju tók hann til máls, óráðskennt: „Nú segi ég: Komdu, við skulum fara til Cioara, kona, við vinnum á akr- inum heilt sumar og sofum undir vagninum ... rétt hjá okkur liggur hundur- inn bundinn ...“ Inni í stofunni var allt hljótt. Skógarvörðurinn sat á skemli í einu horninu. Bjarminn frá snarkandi eldinum féll á óðalsherrann, þar sem hann húkti á stólnuin, grafkyrr, eins og steingervingur. 148
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.