Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 43
Benedikt Gröndal Bréf tfl Skiila Thoroddsens Jón Guðnason sagnfræðingur er að vinna að ævisögu Skúla Thoroddsens og hefur að undanfömu farið yfir bréf til Skúla og Theodóru sem eru í eigu barna þeirra. Kennir þar margra grasa, og hefur Tímarit Máls og menningar fengið nokkur af þessum bréfum til birtingar og ríður hér á vaðið með bréf frá Benedikt Gröndal, en mun í næstu heftum birta fleiri bréf eftir aðra þjóð- kunna menn, lesendum sínum til fróðleiks og skemmlunar. Bréfið til Skúla er skrifað á tvíblaða örk og með dökku bleki í aðra hverja línu. Þegar örkin er á enda snýr hann blaðinu við þannig að línur standa á haus og byrjar nú aftan frá á nýju bréfi og skrifar með rauðu í auðu línumar, svo að bréfið með hinni fögru rithönd Gröndals er skrautlegt á að líta. — Kr. E. A. Epistola prima. Reykjavík 27. 10. 96 Skúli! Jeg má til að skrifa þér einusinni nokkrar línur, sem jeg hef lengi ætlað mér að gera en aldrei orðið af, því jeg nenni sjaldan að skrifa bréf, og hef heldur ekki mikið að skrifa um. Aðalefnið verður nú það, að tala um að þú sendir mér alltaf Þjóðviljann, en jeg hef aldrei borgað, svo jeg mun nú vera kominn í svo mikla skuld, að það pínir mig og ergjar mig stórlega. Jeg man nú hreint ekki hvað mikið jeg skulda fyrir þessi ár sem jeg hef fengið blaðið; fyrir laungu ætlaði jeg að borga til Sigurðar Kristjánssonar, en hann vildi þá ekki taka á móti því, og ég vissi þá ekki hvert jeg ætti að snúa mér, og svo fórst þetta fyrir, en tíminn hefur liðið og jeg hef alltaf fengið blöðin, svo þetta er nú vaxið mér yfir höfuðið og jeg er orðinn desperat. Nú vil jeg mælast til þess af þér, að þú skrifir mér um þetta, og segir mér hvað mikið jeg skulda, og hvurt jeg á að senda þér, þó ekki væri nema nokkuð upp í það, eða hverj- um jeg á að borga hér. Jeg hef um nokkurn tíma skrifað í „FjaIlkonuna“, sem er það einasta blað hér sem ekki hefur útskúfað mér, en Þj óðólfur hefur ekkert viljað taka eptir mig, þó jeg hafi fjórum eða fimm sinnum viljað koma einhverju að, aldrei neinu persónulegu og sízt skömmum, sem jeg skrifa aldrei; og til ísafoldar get jeg ekki snúið mér lengur, síðan jeg fór að rita á 153
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.