Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 56
Nathan Nolowicz Eisler og Schönberg Eisler hefur mjög oft skýrt frá því opinberlega og í einkaviðræðum, hvernig háttað var sambandi hans og Schönbergs. Ræða, sem hann flutti á 5. dánardegi Arnolds Schönbergs, hefst á hinum kínverska málshætti: „Hver sem virðir ei kennara sinn, er vesalli en hundur.“ Og sé grafizt fyr- ir um orsakir til þeirrar ástar, virð- ingar og þakklátssemi, er hann sýndi kennara sínum ávallt á ýmsum ævi- skeiðum, þá svarar hann því svo: „Það sem ég á Schönberg mikilsverð- ast að þakka, er réttur skilningur, að ég held, á listerfð hinna sígildu tón- höfunda. Rýni hans á verkum Bachs, Beethovens, Mozarts, Schuberts og Brahms (en þeir voru tónskáldunum báðum öðrum höfundum fremur að skapi; N. N.) opnaði mér öldungis nýjan heim. Ég tók skyndilega að skilja tónlist með allt öðrum hætti en áður. Ekki frá sjónarhæð hrifningar- innar, sem verkin vekja að sjálf- sögðu, heldur sjónarhæð skynsemi, sem var full hrifningar. Hér voru skynsemi, hugarflug og tilfinning engar andstæður, heldur leiddi hvert af öðru.“ Þetta lætur þeim kunnug- lega í eyrum, sem þekkja viðleitni Eislers að skíra tilfinningarnar og samræma þær skynseminni og sósí- ölskum skilningi sínum. „Þegar nemandi gerði villur hjá Schönberg — og það vildi oft verða —, þá tók hann það eins og móðgun við sig. Hárprýði var að vísu ekki fyrir að fara, en hann reytti það sem fyrir fannst: „Hvernig dettur yður í hug að skrifa annað eins og þetta, til hvers ætli ég hafi verið að semja hljómfræði“, var hann vanur að segja og blöskrast yfir manni. Þá lærði ég eitt hjá Schönberg, sem menn hafa nú ekki lengur réttan skilning á: Það er heiðarleiki og ábyrgð í tónlist ... Hvert tónverk verður að semja, hlera og setja á blað af fyllstu nákvæmni og sam- vizkusemi, hvort sem það er heldur einfalt sönglag í átta deildum eða flókið hljómsveitarverk. Þessi ósveigj- anlegi strangleiki og sannleiksholl- usta í listkröfum, sem að vísu fer oft í bága við heimsskoðanir hans, hefur orkað dýpra á mig en nokkur lífs- reynsla önnur. Það er sjaldgæft, virð- ist mér, nú í seinni tíð, að tónverk séu gagnhleruð þannig að smekkvísi og öryggi skíni út úr einföldustu 166
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.