Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 68
Tímarit Máls og menningar minnir mjög á „Pierrot Lunaire“ eft- ir Schönberg, eru í raun og veru and- rík skopstæling Eislers á stíl kennara síns, auk þess að með vali sjálfra ljóðanna er sveigt að fagurfræðileg- um hugmyndum fleiri aðilja en fylgj- enda Schönbergstefnunnar. „BIaðaúrklippurnar“ op. 11 fyrir söngrödd og píanó eru mjög fræð- andi um þroskaferil Eislers á sviði tónsmíða. í stað þess að setja saman lög við venjuleg ástaljóð, velur hann sér textann úr hjúskaparauglýsing- um, í stað barnaljóða vísur, sem komnar eru frá götulýðnum, Widd- ing-hverfinu í Berlín eða styrjöldinni miklu, svo og bragi, þar sem hræsnis- full klerkastétt er húðstrýkt. Eftir þeim kynnum að dæma, sem vér höf- um af blaðklipputónverkum frá þriðja áratugnum, er einnig komu fram annars staðar, og öðrum svip- uðum, mætti freistast til að skýra þessi verk með alkunnri hneigð til að hneyksla borgarana („épater le bour- geois“). Með því væri þó ekki gripið á kjarna þeirra. Höfundi þeirra var alvara. Það sýna bendingar hans um flutninginn, þó ekki væri annað. Yfir hj úskaparauglýsingunni stendur: „Ekki háðslega“ („ohne Ironie zu singen“). Hér lá sú hugmynd að baki, að ástamál hefðu fallið svo í verði, einkum á tímum gjaldeyrishrunsins, að það, sem áður var ljóð á meyjar- vörum, væri nú tilkynning um hjú- skap. Hér mátti því segja, að Eisler sneri baki við borgaralegu söngljóði lónleikasalanna. „Það er að vísu lýr- ík, en hún er dálítið grámygluleg í vöngum og kynlega til reika, þó allt megi svo sem kallast í lagi með hana. Það er að segja, lagið og vandlega saminn undirleikinn. Þó hefur ein- hver gert hana að umskiptingi. En ég er saklaus af því,“ hefur Eisler sagt síðar. Og nú fara þau ár í hönd, er Eisler segir fullkomlega skilið við stofutónlist og hlj ómsveitartónlist, hinn almenna vettvang borgaralegs tónlistarlífs. Hvernig rækir hann sjálfur þá kröfu sína, að tónskáldið verði að geta hafið sig yfir allt einstaklings- bundið til þess, sem almennt er? Með verkefnavali sínu, með því að beita sér einkum að vissum tegundum tón- listar og með sérstökum tónsmíðastíl sínum. í þeirri viðleitni að gegna nýju samfélagslegu hlutverki með list sinni, snýr hann sér markvíslega að sköpun hvers konar söngverka ogtón- listar í hinum tíðkanlegustu formum, þar á meðal fjöldatónlist kvikmynd- anna. í þessum formrnn getur list hans talað máli hinnar stríðandi verk- lýðsstéttar með áhrifamiklum hætti og svo auðskildum, að ekki verði um villzt. Hann lifir og hrærist í verklýðs- hreyfingunni og berst í fylkingum hennar, er hann skrifar sína fyrstu fjöldasöngva, kórlög handa söngfé- lögum verkalýðsins, síðar leiksviðs- 178
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.