Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 113
sagnfræðingsins er ekki að dæma, heldur skilja og skýra. Þó að lionum láti vel að bregða upp myndum af þeim hrikalegu átökum einstaklinga, hópa og þjóða sem gera sögu þjóðveldisins að harmsögulegu ævintýri, gætir hann yfirleitt hófs í frásögn atburða og sneiðir snurðulítið hjá freist- ingu persónudýrkunarinnar. Þá hefur hann komizt hjá því að láta atburði stjórnmála- sögunnar heimta of mikið rúm frá varan- legri þáttum rómverskrar menningar, s. s. efnalegri umgerð hins daglega lífs, sið- venjum, bókmenntum og listum. Kaflarnir sem fjalla um hið daglega líf Rómverja, bæði á þjóðveldis- og keisaraöld (Hófsemd- aröld í Róm, Sigur Grikklands, Rómverjar að störfum, Munaðaröldin) eru ef til vill beztu hlutar bókarinnar, þeir sem gera hana sérlega eftirsóknarverða fyrir íslenzka les- endur. Þeir veita lesandanum glögga innsýn í siðvenjur Rómverja, efnalegan aðbúnað þeirra og daglega iðju. Einkum er kaflinn um sigur Grikklands yfir rómverskri bænda- og ættsveitamenningu á þriðju og annarri öld f. Kr. lærdómsríkur um þá kreppu og ringulreið sem ævinlega hljótast af of skörpum og yfirþyrmandi menningar- áhrifum erlendis frá. Mætti liann verða ær- ið umhugsunarefni Islendingum sem hafa lifað ekki ósvipað krepputímabil undan- farna áratugi. Engu minni fengur er að yfirlitsköflun- um um rómverskar bókmenntir (Bókmennt- ir á byltingaröld, Gullöldin, Silfuröldin, Mannlíf og menntir á annarri öld). í flest- um almennum sagnritum sem til eru á ís- lenzku eru bókmenntir og listir gerðar að homrekum. Durant hefur yfirburða þekk- ingu á latneskum bókmenntum, vitnar í þær eins og hann hafi þær fullkomlega á valdi sínu og skipar þeint verðugan sess í menningarsögunni. Enda þótt hann hefði gjarna mátt tengja þær betur öðrum félags- legum fyrirbærum, veitir hann mönnum Umsagnir um bækur skilning á því að þær eru samgrónar þjóð- lífinu. Engum er því ofgott að lofa verðleika þessa verks: þeir yfirskyggja margfaldlega ágalla þess. En það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hafið yfir alla gagnrýni. Verð- ur nú sýnt fram á helztu vankanta þess. í fyrstu köflum bókarinnar um Etrúska og stofnun þjóðveldis í Róm fylgir höfund- ur gagnrýnislítið ýmsum þjóðsögum sem Livíus færði í letur. Nútímasagnfræðingar hafa dregið sannleiksgildi þeirra í efa og sýnt fram á hvernig þær hafa hagrætt hinni raunverulegu atburðarás í því skyni að auka á hróður Rómar. Þeir telja að bylt- ingin í Róm 509 gegn yfirráðum Etrúska hafi ekki nema að litlu leyti verið verk lýð- veldissinna borgarinnar, heldur megi frem- ur rekja rætur hennar til niðurgöngu sab- ínskra hjarðmanna og uppreisn Latína gegn Etrúskum sem Rómverjar hafi átt lítinn þátt í. Þá telja þeir ólíklegt mjög að Róm hafi losnað endanlega undan etrúskum yfir- ráðum árið 509, eins og höfundur telur í samræmi við þjóðsöguna. Svo mikið er víst að í Róm hafa fundizt hellenísk leir- ker frá fyrsta fjórðungi fimmtu aldar sem Etrúskar fluttu inn í stórum stíl, en eftir hinn mikla ósigur þeirra fyrir grískum ný- lendingum við Cumae árið 475 hverfa þau algjörlega úr sögunni. Tákni þau ekki bein- línis áframhaldandi yfirráð Etrúska í Róm eftir 500, þá eru þau a. m. k. til vitnis um mjög náin samskipti; torskilið er hvernig þau hefðu getað haldizt eftir hinar vopnuðu illdeilur sem þjóðsagan greinir frá. Höfundur hróflar heldur ekki við sögu- sögninni (Liviusi) sem virðist af ásettu ráði hafa brenglað samskipti Rómverja og Lat- ína alla finuntu öld og fært fram um allt að eina öld orustuna við Regillusvatn og umbótabaráttu Spúríusar Cassíusar. Svo virðist sem Rómverjar hafi ekki náð for- ystu í Latínabandalaginu fyrr en í upphafi 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.