Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 14
Timarit Máls og menningar þetta fyrirtæki allt kostar, komið yfir 20 miljarða dollara, á einu saman árinu sem leið 12 miljarðar, og Johnson fer fram á að framlagið í ár hækki upp í 22 miljarða, er sam- svarar heildarfjárlögum Frakka eða fjárlög Islands margfölduð tvöhundr- uð sinnum. Eins og stórri þjóð sæmir er ekki horft í kostnaðinn þegar kall- ar að brýnt verkefni. Og tilkostnaður liefur aukizt fram úr hófi, ef miðað er við hvað kostaði að drepa mann hér fyrr á öldum. Um það allt er að finna sundurliðaðar tölur. Okkur er orðið munntamt orðtakið framfærslu- vísitala og könnumst við enska orðið „cost-of-living“, og nú sé ég að kom- ið er inn í málið í Bandaríkjunum hliðstælt orð: „cost-of-killing“ eða í beinni merkingu drápkostnaður. — Charles Neal hefur tekið að sér í Los Angeles Times að reikna út eða áætla vísitölu. drápkostnaðar á mann og sýnir hvernig hún stígur von úr viti upp í svimandi hæðir. A dögum Ses- ars áætlar hann jjennan kostnað 75 cent, en fer upp í 3 dollara á Napó- leonstímunum. í fyrri heimsstyrjöld- inni varð hann nærri 21000 dollar á hvern fallinn og komst í síðari heims- styrjöldinni upp í 50.000 dollara. En Víetnamstríðið setur í þessu sem öðru algert met: drápkostnaður á mann sem næst 175.000 dollarar, eftir út- reikningi þessa Bandaríkjamanns. Hér er sannarlega hernaðarátak sem er einsdæmi í veröldinni fram að Jjessu. Og ég hef þó ekki nefnt nema nokkur atriði, fáeinar kaldar tölur. Eða eru þessar tölur í rauninni svo kaldar? Eru þær kaldar í Víetnam? Flugvélarnar sem gera árásir hvern dag má reikna í tugum eða hundruð- um, sprengjunum sem þær varpa frá sér má auðveldlega hafa tölu á og magni þeirra í tonnum. Þær tölur eru kaldar. En upp af sprengjunum gjósa lieit bál, um þvert og endilangt land- ið, undan jreim brennur og sviðnar jörðin, íbúðahverfi lifandi fólks, sveitaþorpin, kornið á ökrunum, stíga heitir logar sársauka og kvala, J)ar sem í skauti fósturjarðarinnar gengur eilt yfir alla akurlendið dýrin skóg- ana fuglana börnin blómin. Segjum ekki að þessar tölur séu kaldar. Það verður með hverjum degi ljós- ara að þessi hernaður á ekkert skylt við venjulega styrjöld, þar sem eigist við hersveitir, heldur er hún komin á J)að stig að skotmörk Bandaríkja- hers er landsbyggðin öll, bæir og þorp, er sýnir að stríðið er ekki leng- ur við skæruliða eina heldur þjóðina alla. Frá því að sprengjuárásirnar liófust á Norður-Víetnam fyrir tveim árum hefur markmiðið verið auðsætt að valda sem mestri tortímingu. Minnugir ófara sinna í Kóreu hafa Bandaríkjamenn ekki enn vogað að gera innrás á landi, en af því meira ofurkappi úr lofti, þar sem lítillar mótspyrnu þarf að vænta, yfirburðir svo algerir að þeir eiga í rauninni 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.