Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 53
Þorgeir Þorgeirsson Með írskn kvikmyndafólki Til er saga urn tvo íslendinga, sem komnir voru til írlands þeirra erinda að kynna sér Abbey-leikhúsið fræga. Þeir stíga út úr lestinni á járnbraut- arstöðinni í Dublin og sem þeir standa þarna á brautarpallinum setur að öðrum þeirra óstöðvandi hlátur — yfirbugaður af fyndni hnígurhann niður á töskur sínar og engist sundur og saman fyrir undrandi augum hins, sem uni síðir fær stunið upp spurn- ingu um bvað valdi þessari ógnar- kæti. „Líttu í kringum þig, maður!“ svarar sá káti. „Þarna er borgarstjór- inn í Reykjavík að aka hjólbörum og forseti íslands að sópa gólfið en menntamálaráðherrann okkar stend- ur þarna og betlar!“ Vissulega er undraverð líking með útliti þessara tveggja þjóða, en sá skyldleiki einn mundi þó varla nægja til að skýra alla þá duldu þræði, sem gera einstaklingum af þessum tveim þjóðernum svo auðvelt að eiga sam- skipti — þar koma áreiðanlega til söguleg og félagsleg sérkenni, sem þessar tvær eyþjóðir eiga sameigin- leg — lífseigt og eldfornt bændasam- félag, sem í báðum löndunum hefur tórt lengra inn í nútímann en víðast annars staðar og gerir það að verk- um að vitjunartímar hlutanna verða aðrir en hjá mennskum þjóðum. Og skyldum við ekki kannast við þessa stolti blöndnu spurningu, sem strax er beint að komumanni: „Hvernig líst þér nú á þig hérna? Hvað finnst þér um fólkið? Hefurðu séð nokkuð af landinu?“ Þá á maður að undrast stórum gestrisni fólksins og fádæma lipurð, sem vissulega er fyrir hendi að minnsta kosti gagn- vart útlendingum. Að fengnu svo ágætu svari lifnar strax yfir þeim hlutum sálarinnar, sem fengnir eru að erfðum frá afa og ömmu, sem bjuggu í nýlendu og annars flokks samfélagi, ætli maður kannist ekki við það. En það er líka margt, sem greinir þessar tvær þjóðir að. írar mundu í ytri menningu og tækni vera all- nokkru á eftir okkur — ef svo mætti segja eru þeirra framsæknustu menn að byrja að eygja það velferðarþjóð- félag, sem við þykjumst vera þátttak- endur í. Þar má heyra langar rök- 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.